Nóg að gera í bakaríinu
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 07.10.2010 | 06:30 | Bergþór Morthens | Lestrar 883 | Athugasemdir ( )
Það hefur verið nóg að gera hjá Jakobi Kárasyni og hans góða fólki í Aðalbakarí.
Bakaríið sá um veisluterturnar fyrir opnunarhátíð Héðinsfjarðarganga sem tókst með miklum ágætum.
Að þeirri törn lokinni tóku við venjubundin störf, þó með stórri undantekningu - Héðinsfjarðargöng eru opin.
Opnun ganganna þýðir aukin viðskipti fyrir þjónustuaðila á Siglufirði og hefur bakaríið ekki farið varhluta af því.
Aðspurður sagðist Jakob merkja aukningu í viðskiptum og töluvert af fólki væri að koma frá Ólafsfirði og Dalvík til þess að versla í Aðalbakarí.
Hróður hinna víðfrægu ástarpunga og hinnar klassísku sírópsköku berst greinilega víða og trekkir að.
Bakaríið sá um veisluterturnar fyrir opnunarhátíð Héðinsfjarðarganga sem tókst með miklum ágætum.
Að þeirri törn lokinni tóku við venjubundin störf, þó með stórri undantekningu - Héðinsfjarðargöng eru opin.
Opnun ganganna þýðir aukin viðskipti fyrir þjónustuaðila á Siglufirði og hefur bakaríið ekki farið varhluta af því.
Aðspurður sagðist Jakob merkja aukningu í viðskiptum og töluvert af fólki væri að koma frá Ólafsfirði og Dalvík til þess að versla í Aðalbakarí.
Hróður hinna víðfrægu ástarpunga og hinnar klassísku sírópsköku berst greinilega víða og trekkir að.
Athugasemdir