Norðurlandsdeild næsta sumar
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 10.09.2010 | 00:15 | Bergþór Morthens | Lestrar 612 | Athugasemdir ( )
Athyglisverð staða er komin upp fyrir næsta tímabil í 2. deildinni í knattspyrnu. Eflaust fagna liðin á norðurlandi þessari nýju stöðu sem upp er komin.
Það verða fimm lið að norðan í 2.deildinn á næsta tímabili. Dalvík/Reynir og Tindastóll tryggðu sér nýverið sæti í deildinni, en fyrir voru KS/Leiftur, Hvöt og Völsungur.
Þetta kemur liðunum á norðurlandi afskaplega vel, ekki síst fjárhagslega, en ferðakostnaður er venjulega mikill.
Þetta ætti einning að gleðja knattspyrnuáhugamenn á svæðinu því nú verða fjölmargir nágrannaslagir í boði og ætti stemningin á leikjum að vera í samræmi við það.
KS/Leiftur leikur síðasta heimaleik sinn gegn Hamri frá Hveragerði og fer leikurinn fram á siglufjarðarvelli laugardaginn næstkomandi.
Um að gera að fjölmenna á völlin og styðja vel við bakið á strákunum í síðasta heimaleiknum.
Svo geta knattspyrnuáhugamenn farið að undirbúa sig fyrir spennandi norðurlandsdeild næsta sumar.
Það verða fimm lið að norðan í 2.deildinn á næsta tímabili. Dalvík/Reynir og Tindastóll tryggðu sér nýverið sæti í deildinni, en fyrir voru KS/Leiftur, Hvöt og Völsungur.
Þetta kemur liðunum á norðurlandi afskaplega vel, ekki síst fjárhagslega, en ferðakostnaður er venjulega mikill.
Þetta ætti einning að gleðja knattspyrnuáhugamenn á svæðinu því nú verða fjölmargir nágrannaslagir í boði og ætti stemningin á leikjum að vera í samræmi við það.
KS/Leiftur leikur síðasta heimaleik sinn gegn Hamri frá Hveragerði og fer leikurinn fram á siglufjarðarvelli laugardaginn næstkomandi.
Um að gera að fjölmenna á völlin og styðja vel við bakið á strákunum í síðasta heimaleiknum.
Svo geta knattspyrnuáhugamenn farið að undirbúa sig fyrir spennandi norðurlandsdeild næsta sumar.
Athugasemdir