Norðurlandsdeild næsta sumar

Norðurlandsdeild næsta sumar Athyglisverð staða er komin upp fyrir næsta tímabil í 2. deildinni í knattspyrnu. Eflaust fagna liðin á norðurlandi þessari

Fréttir

Norðurlandsdeild næsta sumar

Athyglisverð staða er komin upp fyrir næsta tímabil í 2. deildinni í knattspyrnu. Eflaust fagna liðin á norðurlandi þessari nýju stöðu sem upp er komin.



Það verða fimm lið að norðan í 2.deildinn á næsta tímabili. Dalvík/Reynir og Tindastóll tryggðu sér nýverið sæti í deildinni, en fyrir voru KS/Leiftur, Hvöt og Völsungur.

Þetta kemur liðunum á norðurlandi afskaplega vel, ekki síst fjárhagslega, en ferðakostnaður er venjulega mikill.

Þetta ætti einning að gleðja knattspyrnuáhugamenn á svæðinu því nú verða fjölmargir nágrannaslagir í boði og ætti stemningin á leikjum að vera í samræmi við það.

KS/Leiftur leikur síðasta heimaleik sinn gegn Hamri frá Hveragerði og fer leikurinn fram á siglufjarðarvelli laugardaginn næstkomandi.

Um að gera að fjölmenna á völlin og styðja vel við bakið á strákunum í síðasta heimaleiknum.

Svo geta knattspyrnuáhugamenn farið að undirbúa sig fyrir spennandi norðurlandsdeild næsta sumar.




Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst