Nýtt líf í Slippnum

Nýtt líf í Slippnum Síðari hluti samvinnuverkefnis Síldarminjasafnsins og Bátaverndarmiðstöðvar Norður Noregs í Gratangen stendur nú yfir í gamla

Fréttir

Nýtt líf í Slippnum

Skúli og Björn að klára annað umfar byrðings
Skúli og Björn að klára annað umfar byrðings
Síðari hluti samvinnuverkefnis Síldarminjasafnsins og Bátaverndarmiðstöðvar Norður Noregs í Gratangen stendur nú yfir í gamla Slippnum á Siglufirði. Smíðaður er lítill árabátur og mun þetta vera fyrsta slíka nýsmíðin í amk. 50 ár í Slippnum. Síðast var þar smíðuð 11 tonna trilla fyrir um 35 árum.

Verkefnið byrjaði 6. júlí sl. Björn Lillevoll bátasmiður og Skúli Thoroddsen trésmiður safnsins hófust þá handa að smíða bát með eyfirska laginu. Farið er í öllum aðalatriðum eftir “Bát Soffíu á Nesi” sem smíðaður var í Slippnum á Siglufirði 1934. Þessi leið er talin heppileg til að endurheimta skipulega forna þekkingu í hefðbundinni bátasmíði.
Tveir menn að auki, Björn Jónsson og Sveinn Þorsteinsson, gamalreyndir úr Slippnum, koma einnig að smíði bátsins. Fyrri hluti þessa samvinnuverkefnis fór fram í Gratangen síðsumars 2008 þegar Björn Jónsson og Örlygur Kristfinnsson safnstjóri dvöldu í Gratangen um nokkurra vikna skeið við smíði norsks árabáts undir verkstjórn Björns Lillevoll.
Verkefnið er kostnaðarsamt og fær styrki frá menntamálaráðuneytinu, Þjóðhátíðarsjóði Seðlabankans, og frá tveimur norrænum menningarsjóðum: Letterstedska Föreningen og Stiftelsen Clara Lachmanns Fond.
Verkefnisstjórn er í höndum Örlygs safnstjóra og Sigurbjargar Árnadóttur á Akureyri.
Meðfylgjandi ljósmynd var tekin 20. júlí af Skúla Thoroddsen og Birni Lillevoll þar sem þeir standa við nýsmíðina: Öðru umfari byrðings að ljúka. 

Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst