Rútuferðum fækkar milli Siglufjarðar og Sauðárkróks

Rútuferðum fækkar milli Siglufjarðar og Sauðárkróks Samkvæmt nýjum samningi sem fyrirtækið Bílar og Fólk ehf, Sterna og Vegagerðin hafa gert með sér munu

Fréttir

Rútuferðum fækkar milli Siglufjarðar og Sauðárkróks

Logo Bíla og Fólks ehf Stern
Logo Bíla og Fólks ehf Stern
Samkvæmt nýjum samningi sem fyrirtækið Bílar og Fólk ehf, Sterna og Vegagerðin hafa gert með sér munu sérleyfisferðir milli Siglufjarðar og Sauðárkróks fækka úr 7 á viku í 3 á viku. Ekið verður á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum.

Á þriðjudögum og föstudögum verður farið frá Siglufirði klukkan 7:45 og frá Sauðárkróki klukkan 13:55. Á sunnudögum verður farið klukkan 15:00 frá Siglufirði en til baka frá Sauðárkrók klukkan 19:55. Samkvæmt tilkynningu eru þessar áætlunarferðir farnar í veg fyrir rútuna milli Akureyrar og Reykjavíkur og til reynslu fram í maí, ef þær verða ekki nýttar að einhverju leiti verða þessar ferðir lagðar af.

Eins og allir vita hafa samgöngur milli Siglufjarðar og Akureyrar stórbatnað og hefur fólk nýtt sér það í stórauknu mæli. Ekki er því einkennilegt að almenningssamgöngur milli Siglufjarðar og Sauðárkróks séu nú endurskoðaðar.

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst