Rútuferðum fækkar milli Siglufjarðar og Sauðárkróks
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 28.12.2010 | 11:45 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 505 | Athugasemdir ( )
Samkvæmt nýjum samningi sem fyrirtækið Bílar og Fólk ehf, Sterna og Vegagerðin hafa gert með sér munu sérleyfisferðir milli Siglufjarðar og Sauðárkróks fækka úr 7 á viku í 3 á viku. Ekið verður á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum.
Á þriðjudögum og föstudögum verður farið frá Siglufirði klukkan 7:45 og frá Sauðárkróki klukkan 13:55. Á sunnudögum verður farið klukkan 15:00 frá Siglufirði en til baka frá Sauðárkrók klukkan 19:55. Samkvæmt tilkynningu eru þessar áætlunarferðir farnar í veg fyrir rútuna milli Akureyrar og Reykjavíkur og til reynslu fram í maí, ef þær verða ekki nýttar að einhverju leiti verða þessar ferðir lagðar af.
Eins og allir vita hafa samgöngur milli Siglufjarðar og Akureyrar stórbatnað og hefur fólk nýtt sér það í stórauknu mæli. Ekki er því einkennilegt að almenningssamgöngur milli Siglufjarðar og Sauðárkróks séu nú endurskoðaðar.
Á þriðjudögum og föstudögum verður farið frá Siglufirði klukkan 7:45 og frá Sauðárkróki klukkan 13:55. Á sunnudögum verður farið klukkan 15:00 frá Siglufirði en til baka frá Sauðárkrók klukkan 19:55. Samkvæmt tilkynningu eru þessar áætlunarferðir farnar í veg fyrir rútuna milli Akureyrar og Reykjavíkur og til reynslu fram í maí, ef þær verða ekki nýttar að einhverju leiti verða þessar ferðir lagðar af.
Eins og allir vita hafa samgöngur milli Siglufjarðar og Akureyrar stórbatnað og hefur fólk nýtt sér það í stórauknu mæli. Ekki er því einkennilegt að almenningssamgöngur milli Siglufjarðar og Sauðárkróks séu nú endurskoðaðar.
Athugasemdir