Sparisjóðurinn 140 ára

Sparisjóðurinn 140 ára Þann 1. janúar varð Sparisjóður Siglufjarðar 140 ára. Í tilefni af afmælinu lét Sparisjóðurinn gera mjög skemmtilegt dagatal fyrir

Fréttir

Sparisjóðurinn 140 ára

Þann 1. janúar varð Sparisjóður Siglufjarðar 140 ára. Í tilefni af afmælinu lét Sparisjóðurinn gera mjög skemmtilegt dagatal fyrir árið 2013. Á dagatalinu eru allmargar tilvitnanir úr stofnsamningi Sparisjóðsins.
Tilvitnanirnar lýsa vel sjónamiðum sem voru ríkjandi á þeim tíma.

Megin innihald handskrifaða plaggsins frá 1.Janúar 1873 hefur ekki glatað gildi sínu þrátt fyrir að eitthundrað og fjörtíu ár séu liðin. Að hvetja til sparnaðar og aðhalds meðal almennings og að gefa heimamönnum á Siglufirði tækifæri til að lausafé þeirra sé varðveitt og endurlánað í heimabyggð samfélaginu til heilla.

Ætla mætti að á þessum merka degi flögguðu allir Siglfirðingar í heila stöng og mættu stoltir í sjóðinn sinn. Svo er víst ekki. Sparisjóðurinn er í dag að mestu leiti í eigu Arion banka. Banka sem er í óbeinni eigu erlendra vogunarsjóða sem hafa keypt kröfur á Ísland á niðursettu verði allt frá efnahagnshruninu í október 2008.
Arion banki hefur ítrekað gert tilraunir með frekar ósmekklegum hætti til að taka Sparisjóðinn yfir og sameina hann bankanum. Þessar tilraunir hafa verið gerðar þrátt fyrir mikla óvissu um lagalega stöðu erlendra lána milli Arion banka og Sparisjóðsins.
Samþykktir Sparisjóðsins eru með þeim hætti að ef sjóðnum er slitið þá skal óráðstöfuðu eigin fé Sparisjóðsins ráðstafað í samfélagssjóð.
Meðan ekki hefur verið úrskurðað með lögmætum hætti hvort íbúar á Siglufirði og Sauðárkróki eigi kröfu til samfélagssjóðs upp á hundruði milljóna þá er með öllu óhæft að Sparisjóðurinn verði innlimaður í Arion banka.

Meðan beðið er úrskurðar um lögmæti lána milli þessara tengdu aðila á það að vera hluti af skildum réttkjörinna sveitastjórnarmanna í samfélaginu að leggja Sparisjóðnum lið og tryggja að ekki verði gengið á hlut heimamanna. Á Siglufirði og Sauðárkróki starfa í Sparisjóðnum og við tengda starfsemi um sextíu manns.
Þá ættu alþingismenn að fylgjast með þessu máli. Örfáir sparisjóðir eru eftir í landinu og einn lítill einkabanki, MP banki. Ein af forsendum áframhaldandi starfsemi sparisjóða í landinu er samvinna þeirra á milli. Því má ætla að ef Sparisjóðurinn verður sameinaður Arion banka þá sé vart grundvöllur fyrir rekstri annara sparisjóða í landinu.
Það ætti því að vera verkefni næstu mánaða að tryggja sjálfstæði Sparisjóðsins. Ef að það tekst ekki þá mun bankastarfsemi í landinu verða að mestu í eigu erlendra vogunarjóða og ríkisins.

Með von um að Sparisjóðurinn þjóni minni gömlu heimabyggð um ókomna framtíð.

Róbert Guðfinnsson


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst