Stór dagur í dag fyrir landsmenn alla
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 09.04.2009 | 13:00 | | Lestrar 635 | Athugasemdir ( )
Í dag klukkan nákvæmlega 10-27-21 hrópaði ráðherrann eftir niðurtalningu með flestum viðstöddum; “og nú” og þrýsti á hnappinn og við drundu nokkrar sprengingar er síðasta haftið á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar var rofið í Héðinsfjarðargöngum. SkSigló var auðvitað á staðnum og tók góðan slatta af myndum, sem verða
þó að bíða betri tíma til birtingar.
SKSigló fer í dag í fylgd verktaka í gegnum göngin til Ólafsfjarðar, til veislu til heiðurs starfsmönnum við gangagerðina, veislu sem þar er haldin klukkan 16:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði.
SKSigló fer í dag í fylgd verktaka í gegnum göngin til Ólafsfjarðar, til veislu til heiðurs starfsmönnum við gangagerðina, veislu sem þar er haldin klukkan 16:00 í Tjarnarborg í Ólafsfirði.
Athugasemdir