Stúdentafélag Siglufjarðar 70 ára

Stúdentafélag Siglufjarðar 70 ára Stúdentafélagið er eitt elsta starfandi stúdentafélag landsins. Það var stofnað 1. desember 1938 og voru 19 konur og

Fréttir

Stúdentafélag Siglufjarðar 70 ára

Kátir stúdentar - mynd Hafliða kennara
Kátir stúdentar - mynd Hafliða kennara

Stúdentafélagið er eitt elsta starfandi stúdentafélag landsins. Það var stofnað 1. desember 1938 og voru 19 konur og karlar stofnfélagar.

Í fyrstu stjórn sátu Jóhann Jóhannsson formaður, Jón Jónsson gjaldkeri og Þuríður Stefánsdóttir ritari. Í 70 ára sögu félagsins var starfsemi þess á tíðum með miklum blóma og um nokkurt skeið stóð það fyrir opnum borgarafundum um mikilvæg samfélagsmál.

Aðalfundur þess verður haldinn í Bátahúsinu laugardaginn 29. nóvember kl 16. Fundarstörf samkvæmt hefð. Hátíðarræða: Fullveldi Íslands 90 ára. Stúdentar hvattir til að mæta.

Núverandi stjórn félagsins skipa: Hinrik Aðalsteinsson formaður, Hanna Björnsdóttir gjaldkeri og Guðný Róbertsdóttir ritari.

Meðfylgjandi mynd teiknaði Hafliði Guðmundsson sem lengi var virkur félagi stúdentafélagsins.

-ök


Athugasemdir

30.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst