Þriðjudaga klukkan 10:30

Þriðjudaga klukkan 10:30 Myndir af gestum á ljósmyndasýningu á vegum Ljósmyndasafns Siglufjarðar þriðjudaginn 27. Apríl 2010 í  Skálarhlíð, dvalarheimili

Fréttir

Þriðjudaga klukkan 10:30

Ein af mynum á tjaldi
Ein af mynum á tjaldi
Myndir af gestum á ljósmyndasýningu á vegum Ljósmyndasafns Siglufjarðar þriðjudaginn 27. Apríl 2010 í  Skálarhlíð, dvalarheimili aldraðra á Siglufirði. 
Slík sýning hefur farið fram á hverjum þriðjudegi undanfarna mánuði og verður áframhald á þessum sýningum þar sem hverju sinni eru sýndar á tjaldi um 100 myndir.

Sýningarnar gegna tvennskonar tilgangi, Það er að veita eldra fólkinu á Sigló ákveðna upplifun og dægurstyttingu, svo og að njóta góðs af minningum fólksins sem lætur í té upplýsingar um fólkið á myndunum og annað sem það þekkir.

Um 80 % „heimtur“ eru á nafngiftum mynda, sem jafnóðum er skráð í gagnagrunn Ljósmyndasafns Siglufjarðar. Þarna mætir fólk sem er búsett að Skálarhlíð og fólk sem  býr í heimahúsum.

Fjöldi þeirra sem að jafnaði mæta á sýningarnar er um það bil 20 – 30 manns.

Smelltu HÉR til að skoða.



Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst