Trefillinn tilbúinn
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 28.09.2010 | 06:30 | Bergþór Morthens | Lestrar 1061 | Athugasemdir ( )
Fríða Gylfadóttir var í gærkvöldi ásamt hópi af duglegu prjónafólki að taka á móti síðustu bútunum í trefilinn.
Vel hefur gengið á lokasprettinum og er trefillinn nú orðinn 11,3 km að lengd.
Það styttist nú í stóra daginn og verður trefillinn saumaður saman í Héðinsfirði við hátíðlega athöfn.
Þetta verkefni er búið að sameina fjölmargt fólk víðsvegar um landið í hlýhug til Fjallabyggðar auk þess sem fjöldi fólks beggja vegna Héðinsfjarðar hefur komið saman og átt góða stund við prjónaskapinn.
Árangur erfiðisins er nú kominn ljós og eru það rúmlega þúsund manns sem hafa lagt hönd á plóg.
Komandi helgi verður lengi í minnum höfð og laugardagurinn 2. október verður framvegis merkisdagur í sögu bæjarins.
Trefillinn er skýrt dæmi um það hversu mikilvæg þessi göng eru fyrir íbúa á svæðinu og er það einstætt afrek hjá prjónafólki að ná 11,3 kílómetrum á ekki lengri tíma.
Hér má sjá bútana tvo sem saumaðir verða saman í Héðinsfirði í tilefni opnunar Héðinsfjarðarganga.
Vel hefur gengið á lokasprettinum og er trefillinn nú orðinn 11,3 km að lengd.
Það styttist nú í stóra daginn og verður trefillinn saumaður saman í Héðinsfirði við hátíðlega athöfn.
Þetta verkefni er búið að sameina fjölmargt fólk víðsvegar um landið í hlýhug til Fjallabyggðar auk þess sem fjöldi fólks beggja vegna Héðinsfjarðar hefur komið saman og átt góða stund við prjónaskapinn.
Árangur erfiðisins er nú kominn ljós og eru það rúmlega þúsund manns sem hafa lagt hönd á plóg.
Komandi helgi verður lengi í minnum höfð og laugardagurinn 2. október verður framvegis merkisdagur í sögu bæjarins.
Trefillinn er skýrt dæmi um það hversu mikilvæg þessi göng eru fyrir íbúa á svæðinu og er það einstætt afrek hjá prjónafólki að ná 11,3 kílómetrum á ekki lengri tíma.
Hér má sjá bútana tvo sem saumaðir verða saman í Héðinsfirði í tilefni opnunar Héðinsfjarðarganga.
Athugasemdir