Undirbúningur Síldarævintýrisins 2011 að hefjast
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 07.04.2011 | 09:16 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 962 | Athugasemdir ( )
Í gær var aðalfundur félags um Síldarævintýrið haldinn í fundarsal bátahússins þar sem farið var yfir skýrslu fráfarandi framkvæmdastjóra. Ný stjórn hefur nú tekið við og fer skipulagning Síldarævintýrisins á fullt skrið innan skamms.
Síldarævintýrið 2010 gekk frábærlega og voru þar um 5.000manns saman komir. Hófst hátíðin með síldardögum og stóð í eina 10 daga. Hugmyndin er að sama snið verði á hátíðinni árið 2011, á tuttugu ára afmæli Síldarævintýrisins.
Mikill lærdómur varð til á síðasta ári sem nú hefur verið tekinn saman og mun það nýtast til að bæta ævintýrið árið 2011 og gera það jafnvel enn betra. Nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn á næstu vikum og í framhaldinu fer skipulagið á fullt skrið.
Síldarævintýrið 2010 gekk frábærlega og voru þar um 5.000manns saman komir. Hófst hátíðin með síldardögum og stóð í eina 10 daga. Hugmyndin er að sama snið verði á hátíðinni árið 2011, á tuttugu ára afmæli Síldarævintýrisins.
Mikill lærdómur varð til á síðasta ári sem nú hefur verið tekinn saman og mun það nýtast til að bæta ævintýrið árið 2011 og gera það jafnvel enn betra. Nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn á næstu vikum og í framhaldinu fer skipulagið á fullt skrið.
Athugasemdir