Verbúðir

Verbúðir Eitt af verkefnum Rauðku ehf. á Siglufirði var að gera góða aðstöðu fyrir smábátaútgerðir í gamla salthúsinu “hans Danna” þar er nú

Fréttir

Verbúðir

Ragnar Ragnarsson
Ragnar Ragnarsson
Eitt af verkefnum Rauðku ehf. á Siglufirði var að gera góða aðstöðu fyrir smábátaútgerðir í gamla salthúsinu “hans Danna” þar er nú mjög góð aðstaða fyrir 6 trillukarla.
Lífið á Sigló heimsótti einn af trillukörlunum sem þangað hefur flutt starfsemi sína og var í morgun að koma fyrir búnaði sínum eftir flutning frá eldri stað. Það er Ragnar Ragnarsson (sonur Ragga Gísla heitins)

Raggi er með aðstöðu sína nú í gluggaríka plássinu sem sést á myndinni hér.
Myndin af Ragnari var tekin í morgun uppi í kaffistofu hans. Málverkið (eftir Gylva Ægis) á veggnum við hlið hans er báturinn Kári SI 173 sem þeir feðgar áttu saman hér áður fyrr og gerðu út.

En nú gerir Ragnar Ragnarsson út bátinn Raggi Gísla SI 73 – 2594 - bátur sem smíðaður var fyrir Ragnar í desember árið 2003

Athugasemdir

30.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst