Skólameistari við nýjan skóla
frettir@ruv.is | Fréttir á landsvísu | 02.03.2010 | 21:49 | | Lestrar 749 | Athugasemdir ( )
Á vef ruv.is er greint frá því að menntamálaráðherra hefur skipað Láru Stefánsdóttur framkvæmdastjóra í starf skólameistara við Framhaldsskólann við utanverðan Eyjafjörð. Skólinn tók til starfa í haust en hefur í vetur starfað undir hatti Verkmenntaskólans á Akureyri. Sjö umsóknir voru um stöðuna sem var auglýst í nóvember og miðað var við að skólameistari yrði skipaður frá og með 1. janúar.
Lára sagði í samtali við fréttastofu að hún gerði ráð fyrir að hefja störf fljótlega. Lára er með meistarapróf í kennslufræðum og ljósmyndun.
ruv.is
Athugasemdir