Stórt snjóflóð fellur
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 28.02.2010 | 15:00 | | Lestrar 1244 | Athugasemdir ( )
Stórt snjóflóð hefur fallið í Skútudal líklega í nótt eða gærkvöldi. Þegar siglo.is hafði samband við lögregluna var henni ekki kunnugt um flóðið. Snjóflóðaeftirlitsmaður var þó á svæðinu er siglo.is var á ferð í Skútudalnum þannig að meiri fréttir ættu að fást síðar. Flóðið virðist koma nánast frá toppi Hestskarðshnjúks og skipta sér svo því það má sjá flóðið á all nokkrum stöðum.
Á einum stað sést hvar flóðið fer yfir veginn sem liggur í gegnum Héðinsfjarðargöng í litlu mæli þó. Annað flóð hefur líka fallið innar í Skútudal milli gangnamunnans og hitaveituskúranna.
Hér má greina þar sem flóðið fór yfir veginn.
Hér má sjá flóðið sem féll innar í Skútudal.
Athugasemdir