Umhverfisdagur í Grunnskóla Siglufjarðar
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 25.03.2010 | 17:14 | | Lestrar 407 | Athugasemdir ( )
Framundan er umhverfisdagur í Grunnskóla Siglufjarðar og ætlum við meðal annars að sauma töskur og fleira úr pokum undan ótrúlegustu hlutum. Þá erum við til dæmis að tala um katta og hundafóðri, tyggjó-pokum, safa-pokum, pokum undan kaffi og fleiru sem ykkur dettur í hug að við gætum endurnýtt.
Ef þið lumið á einhverjum svona varningi væri hann afskaplega vel þeginn. Best væri að koma með allt sem ykkur dettur í hug og gæti nýst í verkefnið upp í efra skólahús við Hlíðarveg á skólatíma.
Með von um snöggar og góðar undirtektir.
Textílkennari.
Athugasemdir