1. umferð Íslandsmótsins í Sno-Cross í Skarðinu
sksiglo.is | Íþróttir | 26.02.2009 | 08:00 | | Lestrar 512 | Athugasemdir ( )
Mótorklúbbur Siglufjarðar og Vélsleðaklúbbur Ólafsfjarðar standa fyrir vélsleðamóti sem verður haldið í Skarðsdal, rétt er að taka það fram að mótið hefur engin áhrif skíðasvæðið enda allt gert með leyfi Prinsins. Reyndir brautarlagningarmenn hafa verið í Skarðinu ásamt starfsmönnum Skarðsins við að undirbúa mótið.
Á vef fjallabyggd.is er sagt að um 20 keppendur séu væntanlegir og mun keppni hefjast kl:14 á laugardaginn, áhorfendur eru velkomnir en það kostar 1.000 kr. inná svæðið en siglo.is var ekki kunnugt hvort sleðaferð á keppnisstað sé innfalin í aðgönguverði eða hvort áhorfendur verða að labba upp. Eitt er víst að það er mjög gaman að fá vélsleðamót hingað til Siglufjarðar og spennandi að sjá hvernig tekst til.
Á vef fjallabyggd.is er sagt að um 20 keppendur séu væntanlegir og mun keppni hefjast kl:14 á laugardaginn, áhorfendur eru velkomnir en það kostar 1.000 kr. inná svæðið en siglo.is var ekki kunnugt hvort sleðaferð á keppnisstað sé innfalin í aðgönguverði eða hvort áhorfendur verða að labba upp. Eitt er víst að það er mjög gaman að fá vélsleðamót hingað til Siglufjarðar og spennandi að sjá hvernig tekst til.
Athugasemdir