Barbie-skór Bendtner vöktu litla lukku

Barbie-skór Bendtner vöktu litla lukku Svo virđist sem danski framherjinn Nicklas Bendtner hjá Arsenal hafi misst af ţví ţegar William Gallas kallađi á

Fréttir

Barbie-skór Bendtner vöktu litla lukku

Bendtner átti engin svör viđ City í Barbie-skónum sínum AFP, ljósmynd visir.is
Bendtner átti engin svör viđ City í Barbie-skónum sínum AFP, ljósmynd visir.is
Svo virðist sem danski framherjinn Nicklas Bendtner hjá Arsenal hafi misst af því þegar William Gallas kallaði á meiri hörku í leikmannahóp liðsins á dögunum. Gallas missti fyrirliðabandið og stöðu sína í liðinu um helgina þegar hann kallaði félaga sína of lina og gagnrýndi þá harðlega í fjölmiðlum í síðustu viku.
Bendtner virðist hafa misst af heröskri Frakkans, því hann frumsýndi nýja takkaskó í leiknum við Manchester City um helgina. Þeir voru Barbie-bleikir eins og sjá má á myndinni með fréttinni. Arsenal tapaði leiknum 3-0 fyrir Robinho og félögum, sem sýndu prýðilega spilamennsku í leiknum á meðan Arsenal menn voru heillum horfnir. Skórnir sem um ræðir eru frá Nike og kallast Mercurial Vapor Rosas. Það var Frakkinn Franck Ribeiry hjá Bayern Munchen sem lék í auglýsingaherferðinni í kring um skóna á sínum tíma, þar sem hann spígsporaði um í þeim undir þemalagi kvikmyndanna um Bleika Pardusinn.

Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst