Góður liðsstyrkur

Góður liðsstyrkur Lið KS/Leifturs heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil. Þórður Birgisson skrifaði undir eins árs samning við KS/Leiftur

Fréttir

Góður liðsstyrkur

Þórður og Milan skrifa undir samning
Þórður og Milan skrifa undir samning
Lið KS/Leifturs heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil. Þórður Birgisson skrifaði undir eins árs samning við KS/Leiftur síðastliðin föstudagin

Þórður sem var að láni frá HK s.l. keppnistímabil var valinn besti leikmaður m.fl. karla af leikmönnum liðsins á lokahófi KS/Leifturs á dögunum.

Þórður skoraði 11 mörk í Íslandsmótinu og var markahæsti leikmaður KS/Leifturs í 2. deild s.l. sumar.  Milan Lazarevic samdi einnig við félagið til eins árs, Milan skoraði 10 mörk s.l. sumar í 2. deildinni fyrir KS/Leiftur.

Það er mikill fengur fyrir KS/Leiftur að fá heimamanninn Þórð Birgisson til liðs við félagið og að Milan skuli hafa framlengt vera sína hjá félaginu.  Þar með hefur félagið samið við tvo markahæstu leikmenn liðsins
s.l. sumar ásamt því að framherjinn Ragnar Hauksson er kominn til baka á ný til félagsins.


Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst