Hákon Orri Steingrímsson valinn til úrtaksæfinga U17 karla
sksiglo.is | Íþróttir | 23.10.2009 | 10:00 | | Lestrar 671 | Athugasemdir ( )
KS-ingurinn Hákon Orri Steingrímsson hefur verið valinn til úrtaksæfinga hjá U17 landsliðinu um næstu helgi. Hákon er annar KS-ingurinn sem fer nú til æfinga hjá KSÍ á stuttum tíma. Gaman er að þessu en Hákon er sá leikmaður 3. fl. KS. sem hefur tekið mestum framförum á liðnu ári að mati siglo.is.
Kappinn er eitilharður varnarmaður sem þykir fastur fyrir og kallar ekki allt ömmu sína enda séð nokkur rauð þó ungur sé.
Kappinn er eitilharður varnarmaður sem þykir fastur fyrir og kallar ekki allt ömmu sína enda séð nokkur rauð þó ungur sé.
Athugasemdir