Hjólreiðakeppni í gegnum Fjallabyggð!

Hjólreiðakeppni í gegnum Fjallabyggð! Föstudaginn 18 júli verður fjögurra GANGNA-keppnin í hjólreiðum ræst sunnan við Strákagöng og munu hjólreiðamenn

Fréttir

Hjólreiðakeppni í gegnum Fjallabyggð!

Fjögurra gangna reiðhjólakeppni
Fjögurra gangna reiðhjólakeppni

Föstudaginn 18 júli verður fjögurra GANGNA-keppnin í hjólreiðum ræst sunnan við Strákagöng og munu hjólreiðamenn hjóla þaðan alla leið til Akureyrar.

Sérstaða fjallabyggðar er þannig að hvergi annarsstaðar á landinu geta menn hjólað í gegnum 4 jarðgöng á jafn stuttum vegakafla.

Keppnin er alls 75 km og nú þegar hafa hátt í 50 hjólreiðamenn skráð sig til leiks.

Keppnin hefst kl. 17:00 og eru íbúar Fjallabyggðar hvattir til að fylgjast með þegar hjólreiðarmennirnir bruna í gegnum byggðarkjarnanna og hvetja þá áfram.

Það er Hjólreiðafélag Akureyrar sem stendur fyrir þessum viðburði en núna um helgina er sérstök hjólahelgi hjá félaginu.

Frekari upplýsingar um keppnina veitir: vilberg@hjolak.is. Vilberg Helgason 84 50 601

Heimasiða Hjólreiðafélags Akureyrar er: www.hjolak.is

 
Texti tekin frá heimasíðu Fjallabyggðar

NB

 


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst