Myndir: Reiðtúr með Hesta-KONU-félaginu Glæsir
Þegar fréttaritari kom suður að hesthúsum á föstudag voru þar 25 glaðar konur á öllum aldri að gera sig klára fyrir reiðtúr.
Þær höfðu tekið yfir hestamannafélagið í dag og voru alsráðandi í öllu.
Sumar voru greinilega atvinnumenn í þessu en aðrar nýbyrjendur og hjálpuðust allir að svo allt yrði tilbúið í tíma.
Síðan reið þessi fagri flokkur í norðurátt, framhjá Steinaflötum og rétt fyrir norðan Stóra-Bola beygðu þær upp í fjall og hurfu úr sýn.
Það var einstaklega gaman að sjá hversu samheldnar og hjálpsamar allar þessar dömur voru og sí hlæjandi og með bros á vor allan tíman.
Hér koma nokkrar myndir fá þessum skemmtilega degi.
Verið að sækja hnakka og og gera klárt fyrir reiðtúrinn.
Þarna var hún "Ólöf Mín" líka, glöð og hýr á brá.
Maddý Þórðar sat bara þarna lengi, enda var hesturinn bæði í frígír og handbremsu.
Þessi unga dama var þrælvön hestakona og örugglega eitthvað tengd Herdísi á Sauðanesi.
Þessi sæti strákur var búinn að skríða sig upp úr stígvélunum og var ekkert að skipta sér af þessu hestabrölti.
Célia frá Frakklandi hefur aldrei komið á hestbak og þorði ekki með í þennan túr, þrátt fyrir að hestarnir væru góðir við hana.
Halló, á bara að klappa þeim og greiða og bursta eða ætlið þið að fara í reiðtúr ?
Loksins, allar klárar og nú er haldið af stað í norður.
Fögur er sveitin, hópurinn nálgast varnargarðinn Stóra Bola.
Við tjörnina sunnan við snjóflóðavarnargarðinn.
Og svo hurfu þær upp í fjall.
Myndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842 - 0089
Athugasemdir