Myndir frá jólamóti öldunga í knattspyrnu

Myndir frá jólamóti öldunga í knattspyrnu Jólamót KS fyrir öldunga í karla og kvenna flokki var leikið á laugardaginn í íþróttahöllinni. Alls leiku 10 lið

Fréttir

Myndir frá jólamóti öldunga í knattspyrnu

Sigurliðið í karlaflokki
Sigurliðið í karlaflokki
Jólamót KS fyrir öldunga í karla og kvenna flokki var leikið á laugardaginn í íþróttahöllinni. Alls leiku 10 lið í karlaflokki og 3 lið í kvennaflokki. Nýir meistarar voru krýndir í báðum flokkum en meistarar síðasta árs riðu ekki feitum hesti þetta árið. Liðum hefur fjölgað jafnt og þétt í þessu skemmtilega móti og svo líka þeim sem koma og horfa á.


Til úrslita í kvennaflokknum lék lið Tinnu gegn liði Unu og sigraði lið Tinnu nokkuð örugglega. Spennan var heldur meiri í karlaflokknum en í úrslitum þar lék liðið Siglunes á móti liði Grétars Braga og sigraði Siglunes. Veglegt lokahóf var síðan haldið um kvöldið þar sem hin ýmsu verðlaun voru veitt.

Myndir HÉR

Sigurliðið í kvennaflokki.



Silfurliðið í kvennaflokki.



Silfurliðið í karlaflokki.



Bronsliðið í karlaflokki.



Liðið sem lenti í fjórða sæti í karlaflokki.




Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst