Paramót í strandblaki

Paramót í strandblaki Fimmtudaginn 03.júlí fer fram Paramót í strandblaki á strandblaksvellinum við Rauðku á Siglufirði. Mótið er öllum opið en

Fréttir

Paramót í strandblaki

Innsent efni.


Fimmtudaginn 03.júlí fer fram Paramót í strandblaki á strandblaksvellinum við Rauðku á Siglufirði. Mótið er öllum opið en grunnreglurnar eru eftirfarandi:


Pör þurfa að skrá sig til leiks (karl og kona eða kona og kona)
Hver leikur er ein (1) hrina upp í 21 (vinna með einu)
Mótafyrirkomulag ræðst af fjölda para sem skrá sig

Kostnaður pr par er 2.000.- og greiðist það á mótsstað en áður en mótið hefst. Pör eru vinsamlegast beðin um að senda skráningu á mótsstjóra (oskar@mtr.is eða 699-8817) og æskilegt er að það komi fram hvenær viðkomandi par getur hafið leik (klukkan hvað) ásamt GSM númeri hjá öðrum aðilanum (þannig að við getum sent viðkomandi hvenær mótið hefst og hvenær áætlað er að fyrsti leikur parsins sé). Skráningu á mótið lýkur kl 12:00 fimmtudaginn 03.júlí. 

Hlökkum til að sjá alla í blíðunni á Sigló


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst