Skíðasvæði Fjallabyggðar í Skarðsdal
sksiglo.is | Íþróttir | 19.02.2011 | 09:30 | Egill Rögnvaldsson | Lestrar 916 | Athugasemdir ( )
Skíðasvæðið í Skarðsdal er opið í dag laugardaginn 19. febrúar frá kl 10-16, frábært veður, meiriháttar færi, frábærar brekkur og frábær dalur.
Sólin komin á toppinn og hún færist neðar og neðar, göngubraut í Skarðsdalsbotni, Hólabraut, Bobbbraut og Pallar í Þvergili, frískíðunn niður Þvergilið, hvað er hægt að biðja um meira, íbúar Fjallabyggðar og allir góðir gestir, nú er um að gera að drífa sig í fjallið, það er sumar í bænum en vetur í Skarðsdalnum.
Velkomin í Siglfirsku alpana við tökum vel á móti þér
Starfsfólk
Athugasemdir