Spennan eykst í tippleik KS
sksiglo.is | Íþróttir | 03.03.2010 | 12:00 | | Lestrar 378 | Athugasemdir ( )
Á laugardaginn kemur 6. mars er lokaumferð í getraunaleik KS á þessu tímabili og er óhætt að segja að spennan sé magnþrungin. 10 lið eru nokkuð jöfn fyrir umferðina og munar aðeins 3 stigum á 1 sæti og 14 sæti þannig allt getur gerst og verður spennandi að fylgjast með. Alls hafa 32 lið tekið þátt í þessu tímabili og liðin verið mis getspá en nokkur lið hafa skotist hratt upp listan að undanförnu.
Í næstu viku byrjar svo aftur nýtt tímabil þar sem nýjir tipparar geta bæst í hópinn. Menn geta tippað á ks skrifstofunni á laugardögum eða í gegnum netið þannig að brottfluttir KS-ingar geta líka verið með, hvetjum sem flesta að vera með.
KS Getraunir
Athugasemdir