Þriðji Portúgalinn og sá fjórði frá United
Alls hafa sex leikmenn enskra félagsliða hlotið verðlaunin en í þeim hópi eru einungis þrír Englendingar. Eusebio varð fyrsti Portúgalinn til að hljóta verðlaunin árið 1965 en Luis Figo fylgdi í fótspor hans árið 2000, og nú Ronaldo. France Football veitti Gullknöttinn í fyrsta sinn árijð 1956 og hlaut þá Stanley Matthews útnefninguna en hann var þá leikmaður Blackpool. Á árunum 1964 til 1968 hlutu þrír leikmenn Manchester United Gullknöttinn - Skotinn Denis Law árið 1964, Bobby Charlton frá Englandi árið 1966 og Norður-Írinn George Best tveimur árum síðar. Michael Owen hlaut svo verðlaunin árið 2001 en hann var þá leikmaður Liverpool.
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar:
Athugasemdir