Þriðji Portúgalinn og sá fjórði frá United

Þriðji Portúgalinn og sá fjórði frá United Cristiano Ronaldo varð í dag þriðji portúgalski knattspyrnumaðurinn til að hljóta Gullknöttinn og sá fjórði úr

Fréttir

Þriðji Portúgalinn og sá fjórði frá United

Cristiano Ronaldo með Evrópumeistarabikarinnn í vor. Nordic Photos / AFP/ visir.is
Cristiano Ronaldo með Evrópumeistarabikarinnn í vor. Nordic Photos / AFP/ visir.is
Cristiano Ronaldo varð í dag þriðji portúgalski knattspyrnumaðurinn til að hljóta Gullknöttinn og sá fjórði úr röðum Manchester United.

Alls hafa sex leikmenn enskra félagsliða hlotið verðlaunin en í þeim hópi eru einungis þrír Englendingar. Eusebio varð fyrsti Portúgalinn til að hljóta verðlaunin árið 1965 en Luis Figo fylgdi í fótspor hans árið 2000, og nú Ronaldo. France Football veitti Gullknöttinn í fyrsta sinn árijð 1956 og hlaut þá Stanley Matthews útnefninguna en hann var þá leikmaður Blackpool. Á árunum 1964 til 1968 hlutu þrír leikmenn Manchester United Gullknöttinn - Skotinn Denis Law árið 1964, Bobby Charlton frá Englandi árið 1966 og Norður-Írinn George Best tveimur árum síðar. Michael Owen hlaut svo verðlaunin árið 2001 en hann var þá leikmaður Liverpool.

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar:


Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst