Unglingamót TBS

Unglingamót TBS Siglfirðingar lentu 11 gullverðlaunum og 11 silfurverðlaunum á unglingamóti TBS í íþróttahúsinu á Siglufiðri. Sif Þórisdóttir varð

Fréttir

Unglingamót TBS

Siglfirðingar lentu 11 gullverðlaunum og 11 silfurverðlaunum á unglingamóti TBS í íþróttahúsinu á Siglufiðri. Sif Þórisdóttir varð þrefaldur meistari í undir 15 ára flokki meyja.

 

Á mótið, sem fram fór laugardaginn 4.des, voru mættir 50 keppendur frá TBS, TBA Akureyri og Samherjum frá Hrafnagili.

Siglfirðingar unnu 9 leiki og lentu 8 sinnum í öðru sæti, Samherjar unnu 5 leiki og lentu 5 sinnum í öðru sæti og Akureyringar fengu 1 silfur. Óhætt er því að segja að Siglfirðingar hafi verið óumdeildir sigurvegarar mótsins og gengið þaðan með höfuð hátt.

Fjöldi manns lagði leið sína í íþróttahúsið til að fylgjast með og vildi María koma kærri þakkarkveðju til allra þeirra sem hjálpuðu til við skipulag og framkvæmd mótsins.

 

Fleiri myndir frá mótinu má sjá hér


Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst