Unglingamót TBS
Siglfirðingar lentu 11 gullverðlaunum og 11 silfurverðlaunum á unglingamóti TBS í íþróttahúsinu á Siglufiðri. Sif Þórisdóttir varð þrefaldur meistari í undir 15 ára flokki meyja.
Á mótið, sem fram fór laugardaginn 4.des, voru mættir 50 keppendur frá TBS, TBA Akureyri og Samherjum frá Hrafnagili.
Siglfirðingar unnu 9 leiki og lentu 8 sinnum í öðru sæti, Samherjar unnu 5 leiki og lentu 5 sinnum í öðru sæti og Akureyringar fengu 1 silfur. Óhætt er því að segja að Siglfirðingar hafi verið óumdeildir sigurvegarar mótsins og gengið þaðan með höfuð hátt.
Fjöldi manns lagði leið sína í íþróttahúsið til að fylgjast með og vildi María koma kærri þakkarkveðju til allra þeirra sem hjálpuðu til við skipulag og framkvæmd mótsins.
Fleiri myndir frá mótinu má sjá hér
Athugasemdir