BÆJARSTJÓRNARPÓLITÍK: UM HVAÐ ERUM VIÐ AÐ KJÓSA ? Sunnudagspistill.

BÆJARSTJÓRNARPÓLITÍK: UM HVAÐ ERUM VIÐ AÐ KJÓSA ? Sunnudagspistill. Í dag er það ekkert svo erfitt að fylgjast með málefnum sinnar heimabyggðar gegnum

Fréttir

BÆJARSTJÓRNARPÓLITÍK: UM HVAÐ ERUM VIÐ AÐ KJÓSA ? Sunnudagspistill.

Síldarævintýri eða ekki er bæjarpólitík líka.
Síldarævintýri eða ekki er bæjarpólitík líka.

Í dag er það ekkert svo erfitt að fylgjast með málefnum sinnar heimabyggðar gegnum samfélagsmiðla þrátt fyrir að maður búi á annarri breiddargráðu eða í öðru landi.  

Ég hef alltaf haft áhuga á málefnum Fjallabyggðar og síðustu 7 árin hef ég verið á staðnum á hverju sumri og eins og flestir vita skrifað um ýmislegt í þennan bæjarmiðil, siglo.is.

Stundum höldum við að í bæjarstjórnarkosningum séum við bara að kjósa um stóru málin, eins og t.d skólabyggingar og hafnarviðgerðir og fl. Sem í rauninni er gert með fjármagni frá ríkisvaldinu og eru í mínum augum sjálfsagðir hlutir og þjónusta sem er bundin í lögum landsins og í öllum mannsæmandi bæjarfélögum eru þessir hlutir einfaldlega í lagi.

Tók mjög svo eftir því að rétt á eftir opnun gangana að þrátt fyrir að sameining bæjarfélagana var fyrir löngu frágengið mál að það voru mörg hitamál sem ekki höfðu verið rædd til hlítar og skortur á stefnumörkun og opinberi umræðu skapaði óánægju í báðum fjörðunum.

Og hvaða málefni voru þetta, jú, mjúku málin, TVENNT af öllu sem hafði verið byggt upp í gegnum árin í tveimur fjörðum af fólki sem lagði á sig ómælda vinnu við að skapa sér og sínum aðstöðu til FRÍSTUNDA og MENNINGAR þátttöku.

Hlutir sem skipta fólk verulegu máli og ég verð að segja að þarna fannst mikið óréttlæti sem bjó í stefnuleysi í þessum málefnum sem eru enn í dag í ólagi og ekki í takt við tímann og þarfir bæjarbúa.

Ef það eru bara “stóru málin” sem ráða þá er þetta bara svefnbær þar sem fólk fer til og frá vinnu og skóla og er bara ánægt með það.

Eða hvað ?

 Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar - Menningarmál – Greinargerð

Því það er staðreynd að í minni bæjarfélögum þá eru það þessi “mjúku málefni” sem fólk vill kjósa um, en þegar pólitískir fulltrúar eru ekki með langtíma stefnumörkun sem byggja á rannsóknum á þessum málefnum um væntingar bæjarbúa, þá hefur fólk ekki upplýsingar til að velja bestu hugmyndirnar og besta fólkið til að framkvæma það.

Pólitíkusar eru bara að lofa einhverju sem þeir/þær hafa ekki grænan grun um hvernig á að framkvæma hlutina og vita ekki hvaða væntingar bæjarbúa hafa. en fyrir kosningar er mikilvægt að lofa sem mestu og teysta á að allir gleymi þessu bara seinna.

Og vegna skorts á upplýsingamiðlum og fólki sem fylgir því eftir hvort að kosnir fulltrúar eru að standa við loforð sín á kosningartímabilinu, þá hafa þessi “loforð” tilhneigingu til að gleymast og tínast í þeim “klíkuskap” sem oft myndast í meirihlutanum sem er við völd hina og þessa stundina og þá hefur meirihluti kjósenda enga fulltrúa í bæjarstjórn sem tala þeirra máli í fleiri fleiri ár. 

Síðan er byrjað aftur í næstu kosningarbaráttu og loforð um sömu endurbætur koma fram í nýju formi, endalaus vitleysa þar sem EKKERT gerist, fólk tapar tiltrú á þetta kerfi og nennir ekki lengur að kjósa og treystir engum lengur til að sjá um sín málefni á lýðræðislegan hátt.

Ég sem kem sem innfæddur “útlendingur” get séð minn eignin fæðingarstað með augum aðkomumanns og jafnvel með augum útlendings.
Ég er líka "hlutlaus", ættaður frá Vatnsenda í Héðinsfirði og var þar oft sem “vitavörður,” veiddi silung og hugsaði málin í ró og næði.

Síðan fyrir slysni fékk ég það hlutverk að vera ritstjóri á bæjarlínunni sem innibar að fólk á öllum aldri kom að máli við mig um allt mögulegt sem þeim fannst fara miður í okkar annars fallegu Fjallabyggð. En þetta sama fólk var líka með margar góðar hugmyndir og væntingar um framtíð þar sem þarfir ALLRA var í fyrirrúmi.  

Ég veit að ég bæði tala og skrifa mikið en ég get reyndar HLUSTAÐ líka og ég er búinn að hlusta mikið á aðra í gengum árin, annars myndir ég ekki kunna svona margar sögur. 

Það sem allir kannski ekki vita er að ég var líka að undirbúa og “rannsaka” verkefni sem snérist um uppbyggingu Frístunda, ferðaþjónustu og viðburða sem gætu gagnast jafnt bæjarbúum sem og ferðamönnum. Þessi undirbúnings vinna fjallaði mikið um að fá góða mynd af bæjarlífinu og þeim möguleikum sem voru til staðar í umhverfi Fjallabyggðar.

Þetta verkefni mitt kom í upphafi úr heimþrá og löngun til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem opnun Héðinsfjarðargangana sköpuðu og þeim vilja og anda sem réði þá um að nú væri möguleiki að lokka til baka brottflutt menntafólk og efla atvinnumöguleika á mörgum ólíkum sviðum.  

Var löngu byrjaður á þessum “rannsóknum” áður en nýsköpunarverkefnið Ræsing kom til sögunnar, sem var samvinnuverkefni Fjallabyggðar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og hagsmunaaðila í ferða og frístundageiranum í allri Fjallabyggð.

Þær hugmyndir sem voru sendar inn í Ræsingarverkefninu er hægt að sjá neðar í þessari grein og það skal undirstrikað að þessar hugmyndir eru ekki bara mín eign, heldur líka eign allra bæjarbúa sem löguð fram hugmyndir og stuðning við þetta verkefni.

Hér var kannski loksins komin þörf fyrir mína menntun sem félagsmálafræðingur með viðbótarmenntun og reynslu á breiði sviði á menningarmálum, ferðamálum, viðburðarstjórnun, atvinnumálum og fl. Búinn með skyldumætinguna í uppeldi á börnum sem voru orðin fullorðin og ég var allt í einu frjáls maður á besta aldri.

Ég lagði á mig mikla aukavinnu við að ræða við fólk og síðan reyndi ég að útskýra þessar hugmyndir fyrir núverandi bæjarstjóra og nokkrum öðrum bæjarfulltrúum þar sem þetta verkefni snérist um SAMVINNU” og að þátttaka bæjarfélagsins var algjört skilyrði fyrir að eitthvað gæti orðið úr þessum hugmyndum.

En það var eins og að ræða við geimverur frá öðrum tíma og heimi og ég varð því miður að gefa þetta allt uppá bátinn og dró umsókn mína úr Ræsingarverkefninu til baka, þrátt fyrir að hún var ein af útvöldum verkefnum sem gátu fengið meiri stuðning frá verkefna sérfræðingum Nýsköpunarmiðstöð Íslands og jafnvel orðið ein af útvöldum stuðning verkefnum í þessari “hugmyndakeppni”.

Það skal tekið fram að margir hagsmunaaðilar gáfu sinn stuðning og voru mjög svo viljugir að gera sitt besta til þess að ýta þessum hugmyndum í gang. Sáu þörfina fyrir sinn rekstur og þarfir bæjarbúa sem í þessari stefnumörkun áttu samleið.

Eini bæjarstarfsmaðurinn sem skildi þetta og aðstoðaði mig með gögnum um styrkjaveitingar og fl. til Menningar og markaðsmála var þáverandi markaðs og menningarfulltrúi og seinna deildarstjóri fyrir Markaðs og menningarsvið o.fl. Fjallabyggðar og hann skildi einnig að ferðamálaupplýsingar og uppbygging þeirra mála gætu ómögulega bara verið á ábyrgð einkaaðila í bara einum af tveimur fjörðum bæjarins. 

Sjá grein hér frá 2015 með væntingum og skoðunum bæjarbúa og Róberts Guðfinnssonar:

Ætlast til að aðrir fjárfesti líka

Sjá einnig grein í fréttamiðlinum Héðinsfjörður.is og  Sauðakrókur.is: ÍBÚUM HEFUR FÆKKAÐ UM 255 Í FJALLABYGGÐ EFTIR SAMEININGU FYRIR 10 ÁRUM

 Frá fundi Markaðs og menningarnefndar Fjallabyggðar 15 september 2016. " það er minnst á þessa ENDURSKOÐUN tvisvar seinna á öðrum fundum nefndarinnar og eins og tekið er fram er stefnt að því að þessu verði lokið í byrjun desember 2016

Spurning ? Það er kominn apríl 2017, hvar er hægt að finna niðurstöðurnar úr þessari ENDURSKOÐUN á menningarstefnu Fjallabyggðar ??? 

 En ég sé að það er þörf fyrir umræðu um mjúku málin í Fjallabyggð og þess vegna birti ég þetta allt sem mitt framlag til umræðu um þessi málefni og bara sem eina af mörgum “hugmyndum” (á til lista með um 100 hugmyndum) um hvernig væri hægt að vinna að þessum málefnum.

Ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistill var að ég sé um daginn að Menningar og markaðsnefnd Fjallabyggðar samþykkti á fundi að “ráða framkvæmdastjóra” og fl. til að undirbúa og framkvæma Síldarævintýri 2017.

Þetta er náttúrulega afleiðing af þeirri óstjórn og stefnuleysi sem hefur gilt í öllu varðandi þessa “bæjarhátíð” sem fyrir löngu löngu síðan tapaði sinni upprunalegu hugmyndafræði þar sem þetta var hátíð þar sem minnst var á það ævintýri sem síldin skapaði á Siglufirði á sínum tíma.

Þátttaka íþróttafélaga og annarra hvarf og seinna lenti það á fólki í sjálfboðavinnu dag og nótt að skipuleggja þessa hátíð og einkaaðilar og bæjarbúar áttu einnig að styrkja þetta á allan hátt svo að “aðkomufólk” gæti skemmt sér í bænum frá fimmtudegi til mánudags um verslunarmannahelgina.

Eins og þessi hátíð sé í dag aðal ímynd Fjallabyggðar og framlag bæjarráðs til ferðamála ????

Nei það er nú reyndar til margt annað sem er of langt til að reikna upp hér, viðburðir og menningarstarfsemi sem starfræktir eru með litlum sem engum stuðningi í báðum fjörðum Fjallabyggðar. 

Ég vil að Síldaævintýrið lifi áfram í réttu formi sem er í takt við tímann og vilja allra íbúa Fjallabyggðar.

Eftir sameiningu þá voru margir búnir að “gleyma” að það er náttúrulega ekki verið að minnast atvinnusögu Ólafsfjarðar á Síldarævintýrinu sem er framkvæm með peningum og vinnuframlagi sem kemur frá og er gerð í nafni bæjarfélagsins FJALLABYGGÐAR, er hægt að réttlæta þessa fjármuni ?

Og ég get ekki orða bundist þegar ég sá þessa áður nefndu bókun/bókanir í Markaðs og menningarnefnd um ráðningu framkvæmdastjóra. 


Sjá fundargerð: Markaðs og menningarmálanefnd frá 15 febrúar 2017:

3. 1602031 - Hátíðir í Fjallabyggð

Almenn umræða um Síldarævintýrið. Nefndarmenn voru sammála um að auglýsa eftir framkvæmdastjóra til að taka að sér samræmingu dagskrár yfir verslunarmannahátíðina með einblíningu á grunndagskrá tengdri Síldarævintýrinu, en að mestu verði farið í að einbeita sér að stærri markhóp og þá helst fjölskyldufólki á aldrinum 30-50 ára. 

Nefndarmenn voru sammála um að alls konar íþróttaþrautir og viðburðir og keppnir muni henta vel til að kalla fólk til leiks og skapa nýja og ferska ásýnd bæjarfélagsins.

Óskað er eftir upplýsingum hver fjárhagsrammi sveitarfélagsins er í kringum þennan árlega viðburð. Einnig rætt um aðrar hátíðir sveitarfélagsins, svo sem Trilludaga og 17.júní.

 

Innskot greinar höfundar:

Hvaða MARKHÓPA RANNSÓKN hefur nefndin aðgang að til að ræða og ákveða stefnubreytingar í draumum sínum um að breyta innihaldi hátíðarinnar sem á að höfða til og tiltala þann "aldurshóp 30-50 ára" sem rætt er um ?????

Og takið einnig eftir furðulegri viðbót í fundargerð frá 9 mars 2017 þá sérstaklega bókun: 



3. 1703017 - Síldarævintýri 2017

Markaðs og menningarnefnd leggur til að auglýst verði eftir áhugasömum aðila til að taka að sér skipulagningu Síldarævintýris 2017, að því gefnu að fjármunir fáist til hátíðarinnar frá sveitarfélaginu. 

 

Eina stundina á að ráða framkvæmdastjóra og síðan er eins og að nefndarmenn og konur séu efins um að bæjarráð veiti fé í þessa hátíð og að framtíð Síldarævintýrisins er nokkuð óljós fyrir:

ALLA nefndarmenn............

og OKKUR líka ?????

Hvað er eiginlega í gangi hérna ?

Það eitt að ræða ráðningu framkvæmdastjóra er náttúrulega að stinga hníf og snúna honum mörgum sinnu í hringi í bakinu á fólki eins og Anitu Elefsen og Guðmundi Skarphéðinssyni og mörgum mörgum fleirum sem áttu bara að gera þetta í sjálfboðavinnu ár eftir ár.


En þau gáfust upp að lokum og skiluðu þessari skýrslu í hitteðfyrra:

Skýrsla Síldarævintýris 2015 frá undirbúningsnefnd
 
og í lok skýrslunnar segir öll nefndin af sér störfum, vegna óánægju og stuðningsleysis frá bæjaryfirvöldum.

Sjá einnig: Minnisblað Hátíðir í Fjallabyggð

Það er líka vert að minna á starfsauglýsingu sem Fjallabyggð birti í fyrra vor þar sem auglýst er eftir Markaðs og menningarfulltrúa með víðtæka menntun og reynslu og þessi bókun í markað og menningarráði er ekki alveg í samræmi við það sem þar stendur.  Ég skil þessa auglýsingu þannig að þessi fulltrúi eigi að vinna og hafa kunnáttu í viðburðarstjórnun og aðstoða og sjá um skipulag menningarhátíða og líka hafa umsjón með Síldarævintýrinu sem  "síðan 2015" er greinilega á vegum bæjarfélagsins í dag.

En hér er auglýsingin, dæmið sjálf:

 Að lokum vill ég undirstrika að ég hef enga persónulega hag eða ávinning af að halda þessum hugmyndum fyrir sjálfan mig lengur og ég er mjög sáttur við mína stöðu í dag og ég er algjörlega búinn að gefa það uppá bátinn að flytja heim og gera mitt fyrir mína fallegu heimabyggð. 


Ég hef enga skoðun eða mikla kunnáttu um það fólk sem gerir sitt besta í sinni vinnu varðandi þessi málefni í dag og ég vona að þessum skrifum mínum sé bara tekið sem ádeilugrein og séð sem mitt persónulega framlag til að vekja umræðu um mjúku málin í Fjallabyggð.

(Sjá gögn sem send voru til og móttekin frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands hér neðar í breytu og styttu formi.)

Lifið heil

Nonni Björgvins

Jón Ólafur Björgvinsson

Greinarhöfundur er fæddur og uppalin á Siglufirði og er síða lengi búsettur í Svíþjóð.



 

 

 

Ræsing í Fjallabyggð

 

Akureyri, 29. apríl 2015

Ágæti viðtakandi.

Matshópur skipaður fulltrúum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Sveitarfélagsins Fjallabyggðar, Vélfags, Olís, Sigló hótel, Arion banka, Sparisjóðsins á Siglufirði, Ramma og Samkaup-Úrvals hefur fjallað um umsóknir um þátttöku í verkefninu „Ræsing í Fjallabyggð“.

Samþykkt var að bjóða aðstandendum verkefnisinsFerða og frístundaþjónusta Fjallabyggðar“ til frekari þátttöku í verkefninu.

Gert er ráð fyrir að þeir sem valdir eru til frekari þátttöku hitti verkefnisstjóra á fundi og fari yfir næstu skref, skrifi undir samning um verkefnið og geri verkáætlun. Boð um slíkan fund verður sent innan skamms.

Frekari upplýsingar gefur Anna Guðný Guðmundsdóttir, í síma 522-xxxx eða á netfangið annagudny@nmi.is

Með kveðju, f.h. þeirra sem að verkefninu standa 
Anna Guðný Guðmundsdóttir
verkefnastjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands

 


Nafn verkefnis:


Ferða- og frístundaþjónusta í Fjallabyggð (FFF)

Stutt lýsing fyrir dómnefnd;

Markmið verkefnisins er að efla ferða- og frístundaþjónustu í Fjallabyggð með aukinni samvinnu fyrirtækja, stofnanna og félagasamtaka.

Við teljum að með aukinni fagmennsku og markvissri samvinnu sé hægt að fjölga ferðafólki og bjóða upp á ýmsar nýjungar í frístundaþjónustu.

Hugmyndin gengur m.a. út á að byggja upp fyrirtæki sem hefði það hlutverk að halda utan um skipulag, bókanir og framkvæmd ferða og atburða fyrir bæjarbúa, einstaklinga og hópa í Fjallabyggð – áherslan er á þjónustuskrifstofu þar sem allt er á einum stað.

Einnig er ætlunin að efla fagmennsku með því að gefa ungu fólki tækifæri á þjálfun í viðburðastjórnun og ferðaþjónustu, með samvinnu við fræðslustofnanir á svæðinu. Að auki er ætlunin að nýta betur það húsnæði sem ýmist er í lítilli eða engri notkun í Fjallabyggð.

Árangur verkefnisins verður hægt að mæla með fjölgun ferðafólks, afleiddum störfum í verslun og þjónustu og auknu framboði á störfum fyrir fólk með háskólamenntun.

Nýsköpunargildi verkefnisins:

Nýsköpunargildi verkefnisins felst í fyrsta lagi í skipulagðri og markvissri samvinnu lykilaðila í ferða- og frístundaþjónustu í Fjallabyggð og uppbyggingu sameiginlegrar þjónustuskrifstofu.

Þessi samvinna er ekki til staðar í dag og við undirbúning verkefnisins kom í ljós að ýmsir telja að skortur á samvinnu sé eitt af því sem standi frekari vexti í ferðaþjónustu fyrir þrifum.

Í öðru lagi felst nýsköpunargildið í því að bjóða upp á nýjungar í ferðaþjónustu og nýjum atburðum á sviði frístunda og afþreyingar.

Í þriðja lagi er nýsköpun í því að efla fagmennsku í ferða- og frístundaþjónustu, m.a. með því að auka menntun og gefa ungu fólki tækifæri á að vinna við ferðaþjónustu og fá þjálfun í viðburðastjórnun.

Í fjórða lagi þá eykur það nýsköpunargildi verkefnisins að nýta húsnæði og aðstöðu í Fjallabyggð með markvissari hætti en verið hefur.

Stutt umfjöllun um markaðsmál og fjárfestingu:

Skilgreindir markhópar eru bæjarbúa, innlendir og erlendir ferðamenn, en auk þeirra hópar frá fyrirtækjum og félagasamtökum sem sækja ýmsa skipulagða viðburði í Fjallabyggð. Verkefnishópurinn hefur þegar viðað að sér talsverðum upplýsingum um markaðsmál í ferðaþjónustu sem nýttar verða við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Lagður hefur verið grunnur að samvinnu við sveitarfélagið Fjallabyggð og lykilaðila í ferðaþjónustu á svæðinu, t.d. Rauðku ehf og Ferðamálasamtök Fjallabyggðar. Í markaðssetningu verður því m.a. notast við þau sambönd og markaðshlutdeild sem þessir aðilar hafa núþegar.

Gert er ráð fyrir talsverðri rannsóknarvinnu á sviði markaðsmála í undirbúningi verkefnisins. Í hópnum eru aðilar sem hafa menntun og reynslu í markaðsmálum. Áformað er að byggja upp háþróaða vefsíðu til þess markaðssetja og halda utan um bókanir á ferðum, gistingu, viðburðum o.fl. Notuð verða öflug markaðstæki eins og Google Adwords g Google Analytics.

Ekki er gert ráð fyrir verulegri fjárfestingu í verkefninu til að byrja með. Gert er ráð fyrir einum starfsmanni á þjónustuskrifstofu til að byrja með. Samstarfsaðilar eins og Fjallabyggð og Rauðka ehf / Sigló Hótel eiga laust húsnæði sem hægt væri að leigja á hagstæðu verði og hefur Rauðka nú gefið vilyrði fyrir skrifstofurými fyrir einn starfmann fyrsta árið verði verkefnið að veruleika.

Viðskiptahugmyndin gengur út á að samstarfsaðilar greiði ákveðna upphæð fyrir þjónustu eins og markaðssetningu, bókanir, umsýslu og framkvæmd viðburða.

Eftir 2-4 ár er áætlað að þjónustuskrifstofan verði sjálfbær, skapi fjölda nýrra starfa og skili hagnaði.

Helstu hindranir sem þarf að yfirvinna:

Í fyrsta lagi þarf að tryggja það að sú samvinna sem verkefnið byggir á verði að veruleika. Þegar um er að ræða samvinnu margra aðila eins og sveitarfélags, fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga er alltaf ákveðin hætta á að ólíkir hagsmunir, rekstrarform og vinnubrögð geti komið í veg fyrir nána samvinnu.

Í öðru lagi er ljóst að þrátt fyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustu þá er líka mikil samkeppni um ferðafólk og frístundahópa milli svæða og fyrirtækja á Íslandi. Þrátt fyrir jákvæða ímynd Fjallabyggðar í dag þá geta þættir eins og fjarlægð frá Höfuðborgarsvæði, samgöngur, veðurfar og snjóflóðahætta virkað sem hindranir gegn vexti í ferðaþjónustu.

Í þriðja lagi er um að ræða tæknilegar hindranir þar sem stefnt er að því að taka í notkun fullkomnar bókunarvélar fyrir ferðir, gistingu og viðburði. Hér þarf að vanda valið auk þess sem aðlaga þarf tæknina að verkefninu og aðstæðum á svæðinu.

Í fjórða lagi er óvissa um það hvort sveitarfélagið Fjallabyggð, fyrirtæki og félagasamtök séu reyðubúin eða aflögufær um fjármagn til þess að standa undir rekstri þjónustuskrifstofu fyrstu 2-3 árin.

Kveðja
Nonni Björgvinsson 

Sunnudagspistlar frá sama greinarhöfundi:

GUÐ ER FÍFL !......... og hann býr greinilega í REYKJAVÍK ! Sunnudagspistill.

Skortur á frjálsum óháðum fjölmiðlum á landsbyggðinni er stórhættulegt lýðræðisvandamál !


Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst