Fróðleiksmoli - Drífholt
Þegar járngjarðir komu til sögunnar var lítið járnstykki fest á íhvolfan neðanverðan hluta áhaldsins; járn skal á móti járni. Enn síðar var settur þar nokkurs konar járnrammi sem gerir það að verkum að í raun er sama á hvorn veginn áhaldinu er haldið að gjörðinni.
Stundum hefur verið litið á drífholtið og díxilinn sem tákn um vinnu karlmanna á hverri síldarsöltunarstöð. Mikill fjöldi þessara verkfæra er varðveittur á Síldarminjasafni Íslands.
Á myndinni eru þessar þrjár drífholtsgerðir sem lýst er hér að farman og er sú elsta til hægri. Í drífholtið í miðju er skorinn stafurinn T en áhaldið átti Tryggvi Flóvenz sem starfaði sem díxilmaður á söltunarstöð Skafta Stefánssonar, Nöf.
Orðið drífholt er tökuorð í íslensku rétt eins og díxilnafnið:
hollenska: drevel
þýska: treibholz ???
finnska: driivari
norska: drivholt
íslenska: drífholt
Heimildir: Gestir safnsins hafa lagt erlendu orðin í té. Að öðru leyti reynsla skrásetjara.
ök - Síldarminjasafn Íslands
Athugasemdir