Gis Johannsson heldur Tónleika til styrktar Björgunarsveitinni Strákum

Gis Johannsson heldur Tónleika til styrktar Björgunarsveitinni Strákum Gis johannsson er Dalvíkingur en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í 25 ár.

Fréttir

Gis Johannsson heldur Tónleika til styrktar Björgunarsveitinni Strákum

Gis johannsson er Dalvíkingur en hefur verið búsettur í Bandaríkjunum í 25 ár. Fyrst starfaði hann í Los Angeles en hljómsveit hans Big City kom tvívegis til Íslands og spilaðu á Kántrý hátíðinni á Skagaströnd, á Halló Akureyri og á Menningarnótt í Reykjavík. Gis hefur búið og starfað í Nashville, TN frá 2006 og hefur gefið út 3 plötur. 

Gis mun spila í Segli á Laugardagskvöldið 13. Ágúst frá kl 21:00-22:30, einn með kassagítarinn, bæði sín eigin lög og einnig nokkur vel valin úr handraðanum. Enginn formleg miðasala verður en fólk er beðið um að styrkja Björgunarsveitina Stráka með fjárframlögum á staðnum og verða meðlimir björgunarsveitarinnar á staðnum til að taka við frjálsum framlögum. Allur ágóði rennur óskiptur til björgunarsveitarinnar.

Segull 67 mun vera opin frá því kl. 20:00 til 23:00 og því tilvalið að skella sér í einn kaldann hjá Matta fyrir tónleikana.

Björgunarsveitin er nú að hefja söfnun fyrir dróna sem er orðið sannkallað þarfaþing við leit og björgun og sparar ótrúlegan tíma við leit þegar aðstæður eru fyrir hann eins og sjá má hér á facebook síðu Björgunarsveitarinnar á Dalvík. Sjá hér. 

Vonandi verður afgangur af söfnuninni og mun sá peningur ganga áfram í næsta verkefni en það eru kaup á nýjum slöngubát fyrir sjósveitina en léttbáturinn sem Björgunarsveitin hefur yfir að ráða núna er orðin þreittur og úr sér gengin og tími kominn á öflugra verkefni.

Vonandi taka bæjarbúar og gestir vel í þetta, fjölmenna í Segul og styrkja björgunarsveitina í að kaupa þessi verkfæri.

Hér fyrir neðan er svo eitt myndband með Gis fyrir þá sem vilja koma sér í kántrý gírinn.

 


Athugasemdir

22.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst