Gjafir sem veita vellíðan
Um þessar mundir eru mörg okkar með hugann við jólagjafir. Það veitir vellíðan bæði að gefa gjöf og líka að þiggja. En sumir virðast "eiga allt" og þá er erfitt að detta niður á eitthvað sem hentar.
Dekur er eitt af því sem ekki allir kaupa sér en dekur ER dásamlegt.
Ég er ein af þeim konum sem elska dekur og læt það eftir mér annað slagið. Mér finnst ég verða miklu sætari þegar ég kem úr dekrinu og þegar mér FINNSTég vera sætari þá VERÐ ég sætari, ..allavega ánægðari. Ég held að þetta eigi við um okkur konur almennt ;)
Ég datt heldur betur í lukkupottinn á afmælinu mínu bæði í ár og í fyrra því ég fékk gjafakort á snyrtistofu í afmælisgjöf. Í annað skiptið fór ég á snyrtistofu Ágústu í Hafnarstræti og í hitt skiptið á Mecca Spa á Hótel Sögu.
Dekur á snyrtistofu getur verið frábær stelputími, hvort sem eitthvað sérstakt stendur til eins og jólahlaðborð eða árshátíð eða þegar stallsystrum finnst þær hafa staðið sig vel og hafa ástæðu til að fagna.
Besta tilefnið er einfaldlega að halda uppá lífið sjálft, að vera til og njóta þess.
Athugasemdir