Gjörningadagskrá í Alþýðuhúsinu
Föstudaginn langa kl. 15.00 - 18.00 verður árleg gjörningadagskrá í Alþýðuhúsinu á Siglufirð og Þórarinn Blöndal opnar sýningu í Kompunni .
Alþýðuhúsið á Siglufirði er vinnustofa og heimili listamannsins Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Auk þess að vinna að eigin verkum í húsinu, hefur Aðalheiður staðið fyrir rúmlega 50 menningarviðburðum á undanförnum þremur árum. í Alþýðuhúsinu er gallerý sem nefnist Kompan og þar eru alltaf uppi sýningar eftir listamenn víða að. Salurinn hentar einkar vel til ýmisar menningarstarfssemi og eru þar að meðaltali einn viðburður í mánuði. Nokkrir stórir viðburðir fara fram yfir árið, þar má nefna Reiti, Hústöku, Föstudaginn langa og Delta.
Á gjörningadagskrá að þessu sinni er áhersla lögð á norðlenska fatahönnun og eru það Rakel Sölvadóttir, Kolbrún Erna Valgeirsdóttir, Helga Mjöll Oddsdóttir, Þorbjörg Halldórsdóttir og Björg Marta Gunnarsdóttir sem sýna verkin sín. Einnig mun Arnljóru Sigurðsson flytja tónlistagjörning, Hekla Björt Helgadóttir les eigin ljóð og Arnar Ómarsson og Arna Guðný Valsdóttir flytja gjörning.
Hverjum listamanni ver gefið fullt frelsi til túlkunar með fatahönnun sem útgangspunkt. Sýningin verður því meira í ætt við skúlptúra en fatnað.
Úr verður samsuða listgreina sem áhugavert verður að fylgjast með.
Fjöldi manns kemur að viðburðinum með einum eða öðrum hætti.
Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir
Anna Gréta Oddsdóttir
Anne Balanant
Arna Gudny Valsdottir
Arnar Ómarsson
Arnljótur Sigurðsson
Auður Helena Hinriksdóttir
Áki Sebastian Frostason
Björg Marta Gunnarsdóttir
Brák Jónsdóttir
Freyja Reynisdóttir
Guðrún Hulda Ólafsdóttir
Hekla Björt Helgadóttir
Helga Mjöll Oddsdóttir
Hrafnhildur Jóna Hjartardóttir
Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir
Jóna Guðný Jónsdóttir
Kolbrún Erna Valgeirsdóttir
Margrét Guðbrandsdóttir
Marteinn Örn Aðalsteinsson
Rakel Sölvadóttir
Salka Heimisdóttir
Sandra Finnsdóttir
Steinunn Marteinsdóttir
Úlfur Logason
Þorbjörg Halldórsdóttir
Þórarinn Blöndal
Þórey Ómarsdóttir
Þórarinn Blöndal
Opnar sýningu kl. 15.00 í Kompunni, Alþýðuhúsinu á föstudaginn langa
Þórarinn nam myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri. Hann hefur unnið við leikmyndir í leikhúsum og gerð sögusýninga fyrir mörg söfn í landinu. Þórarinn hefur sett upp einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis.
Hann vinnur með innsetningar þar sem áhorfandanum gefst færi á að taka þátt í verkinu .
Hekla Björt Helgadóttir er myndlistarmaður og skáld, búsett á Akureyri. Hún er ein af sex stofnendum og listrænum stjórnendum lista- og menningarrýmisins Kaktus í Listagilinu á Akureyri.
Á þessu ári vinnur hún einnig að ritun og útgáfu nóvellunnar Salt Vatn Skæri, en verkið byggir að stórum hluta á nánu samstarfi við listamanninn Freyju Reynisdóttur, með gjörningum, sviðsetningu og myndlist í víðum skilningi. Hekla nam ritlist ásamt heimspeki og bókmenntum við Háskóla Íslands í Reykjavík frá 2009 - 2011.
Á föstudaginn langa mun Hekla lesa eigin ljóð í samstarfi við fatahönnuði.
Helga Mjöll Oddsdóttir
Helga Mjöll Oddsdóttir nam tískuhönnun í Columbineskolen í Danmörku og við UCC háskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan með BA próf í textílhönnun og miðlun. Helga hefur unnið að búningagerð fyrir leikið efni bæði hér heima og í Danmörku. Hún vann m.a sem aðstoðarmanneskja búningahönnuðarins Manon Rasmussen, auk þess að stílisera og hanna búninga í fjölda verkefna í samstarfi við útskriftanemendur danska kvikmyndaskólans.
Helga hefur starfað lengi við verkefnastjórnun hjá Leikfélagi Akureyrar, auk þess sem hún hefur hannað búninga fyrir fjölda leiksýninga hjá LA. Helga hlaut Grímuverðlaunin 2014 fyrir búningana í Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson.
Trú, von og kærleikur
Verkið sem Helga sýnir í Alþýðuhúsinu föstudaginn langa kallar hún Trú, von og kærleik. Það samanstendur af þremur búningum sem hver táknar sinn hluta af þrenningunni.
Kolbrún Erna Valgeirsdóttir er Siglfirðingur, og hefur verið búsett í Kaupmannahöfn um árabil. útskrifaðist úr Margrethe skolen í Kaupamannahöfn 2013. Lokasýningin var haldin á tískuvikunni í ráðhúsi Kaupmannahafnar. Eftir útskrift hefur hún verið að vinna hjá dönsku fatahönnuðunum Nicklas Kunz og J.C Munch. Á föstudaginn langa mun Kolbrún sýna þrjú ný verk sem eru meira í ætt við skúlptúr en fatnað.
Björg Marta Gunnarsdóttir / Þorbjörg Halldórsdóttir
Í nóvember síðasta
ár opnuðu Björg -Þorbjörg sýninguna 70 % Ull 30 % plast 1 hluti. Nú er komið að 2.hluta og er notast við þessi sömu efni
bóluplast og ull til að túlka japanska kímanóinn og vinna okkar eigin útfærslu ã þessum fallaega búningi og sögunni í
kring um hann. Björg er fatahönnuður ad mennt og strax eftir útskrift hóf hún störf sem hönnuður hjá Tískufyrirtækinu John Rocha
og var þar í tvö ár. Þorbjörg hefur bæði haldid einkasýningar og tekið þátt í samsýningum síðustu 10
ár og þá í formi innsetninga og gjörninga. Samstarf þeirra hófst í gegnum búðina Frúin í hamborg sem
Þorbjörg rak ásamt Gudrunu jónsdóttur. Björg hannaði vörur sem seldar vorur innanborðs Hjá Frúnni.
Arna Guðný Valsdóttir
Arna er búsett í heimabæ sínum Akureyri. Hún stundaði myndlistanám við Jan van Eyck academie í Hollandi og hefur síðan sett upp fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Verkin sín kallar hún raddteikningar, þar sem hún spinnur eða “teiknar” með eigin dödd línur og form. Myndflöturinn er annarsvegar það rými sem hún vinnur í hverju sinni og hinsvegar hljóðböndin eða hljóðrásirnar sem hún vinnur upptökur á. Raddteikningar hefur Arna bæði unnið í lifandi flutningi og sem hljóðupptökur. Myndirnar eru oft abstract en líka bregður fyrir figúrativum mótívum þar sem hún vísar t.d. í þekkt lög eða notar umhverfishljóð og ýmsa hljóðgjafa. Á föstudaginn langa mun Arna gera gjörning með Arnari Ómarssyni.
Arnar Ómarsson
Arnar Ómarsson vinnur með aðalega með ljósmyndir, teikningar, innsetningar og myndverk þó hann sé tíður gestur og skipuleggjandi samstarfsverkefna. Hann hefur stofnað og tekið flátt í mörgum listhópum og verkefnum og sýnt verkin sína víða, bæði erlendis og hér heima. Á föstudaginn langa mun Arnar gera gjörning með Örnu Guðný Valsdóttur.
Arnljótur Sigurðsson
Er Reykvíkingur og mörgum kunnur fyrir hljómsveitina Ojba rasta. Hann nam bæði tónlist og myndlist hér heima og í Hollandi. Arnljótur hefur verið að þróa tónlist sína undanfarin ár og gefið út nokkra diska. Auk þess að spila og syngja með hljómsveitinni hefur hann performerað með tónlistagjörningum. Á föstudaginn langa mun Arnljótur flytja eitt að sínum nýjustu verkum.
Rakel Sölvadóttir
Rakel Sölvadóttir (f.1986) útskrifaðist með BA gráðu frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013. Eftir útskrift flutti hún til Kaupmannahafnar og starfar nú sjálfstætt þar. Auk þess að starfa sem fatahönnuður hefur hún hannað sviðsmyndir fyrir tískusýningar og unnið að ýmis konar innsetningum og samvinnulistaverkefnum.
Athugasemdir