Glæsileg hæfileikakeppni grunnskólans
Hæfileikakeppni Grunnskóla Fjallabyggðar var haldin með glæsibrag í Tjarnarborg síðastliðinn miðvikudag. Krakkar í 1-7 bekk stigu á stokk og héldu upp stuðinu fyrir áhorfendur. Um 20 atriði komu fram og var ýmist sungið, dansað, spilað á hljóðfæri eða verið með uppistand. Að vanda voru þetta vel æfð og virkilega flott atriði hjá börnunum og öll stóðu þau uppi sem sigurvegarar fyrir taka þetta stóra skref og stíga á svið fyrir fullum sal.
Í dómnefnd sátu þau Hólmfríður Ósk Norðfjörð, Sturla Sigmundsson og Svanfríður Halldórsdóttir og veittu þau eftirtöldum atriðum viðurkenningu.
Laufey Petra Þorgeirsdóttir og Díana Rut Kristjánsdóttir fyrir frumsaminn dans
Hrafnhildur Ingvarsdóttir og Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir fyrir söng og píanóleik
Hörður Kristjánsson fyrir píanóleik
Þórný Harpa Heimisdóttir fyrir söng.
Martyna Kulesza fyrir dans
Og ekki má gleyma að nefna frábæran undirleik hjá Tónskólakennurunum okkar þeim Ane Tonisson, Tim Knappett og Þorsteini Sveinssyni
Eitt er víst að miklir hæfleikar leynast hér í Fjallabyggð og gaman verður að fylgjast með þessum flottu krökkum í framtíðinni.
Fleiri myndir má nálgast í myndasafninu hér
Myndir og texti. Guðný Kristinsdóttir
Athugasemdir