Glæsileg flugeldasýning
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 02.08.2009 | 12:53 | | Lestrar 717 | Athugasemdir ( )
Sennilega má telja flugeldasýninguna sem Björgunarsveitin Strákar sáu um, á og um eftir miðnætti sl. vera þá glæsilegustu sem sést hefur á Siglufirði. Stórglæsilegt, ekki síst hugmyndin um að skjóta flugeldunum upp frá borði björgunarbátsins Sigurvins þar sem hann lónaði á Innri höfninni.
Nánast logn var og tilkomumikið frá sjónarhóli ljósmyndarans og væntanlega fleiri, þar sem höfnin og bærinn var í bakgrunni.
Flugeldasýningunni lauk svo með "blysför" Sigurvins út frá svæðinu, glæsilegt.
Þessi sýning átti að hefjast með því að kveikt væri í bálkesti frammi á tanganum framan við Síldarminjasafnið, en ekki tókst sú athöfn sem skyldi, þar sem ekki tókst að tendra eldinn, eftir rigningu síðustu daga og raka.
Ekki mun hafa verið við höndina eldfimur vökvi til að starta eldinum.
Það mun ekki hafa tekist fyrr en löngu eftir flugeldasýninguna, þar sem bálkösturinn var horfinn að morgni.
En flugeldasýningin bætti þau mistök upp.
Nánast logn var og tilkomumikið frá sjónarhóli ljósmyndarans og væntanlega fleiri, þar sem höfnin og bærinn var í bakgrunni.
Flugeldasýningunni lauk svo með "blysför" Sigurvins út frá svæðinu, glæsilegt.
Þessi sýning átti að hefjast með því að kveikt væri í bálkesti frammi á tanganum framan við Síldarminjasafnið, en ekki tókst sú athöfn sem skyldi, þar sem ekki tókst að tendra eldinn, eftir rigningu síðustu daga og raka.
Ekki mun hafa verið við höndina eldfimur vökvi til að starta eldinum.
Það mun ekki hafa tekist fyrr en löngu eftir flugeldasýninguna, þar sem bálkösturinn var horfinn að morgni.
En flugeldasýningin bætti þau mistök upp.
Athugasemdir