Gleðileg jól og farsælt komandi ár
sksiglo.is | Frétta yfirflokkur | 24.12.2008 | 17:50 | | Lestrar 362 | Athugasemdir ( )
Sksigló ehf. sendir öllum landsmönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsæltkomandi ár.
HLJÓÐA NÓTT
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hvílir barn vært og rótt.
Betlehemsstjarnan með blikinu, skær,
boðar um jörðina tíðindin kær.
:,: Mikil er himinsins náð.:,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Heimi í sefur drótt.
Víða þó hirðarnir völlunum á
vaka í myrkrinu fé sínu hjá;
:,: beðið er sólar og dags. :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Himnesk skín ljósagnótt.
Engillinn fagur með orðin svo hlý
ávarpar mennina rökkrinu í:
:,: Lausnarinn fæddur nú er! :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hjarðmenn burt fara skjótt.
Blíðasti drengur með blessun og frið
brosir í jötunni gestunum við,
:,: helgandi fjárhúsið lágt. :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hjörtu glöð bærast ótt.
Vitringar, komnir um víðustu lönd,
vegmóðir leggja í frelsarans hönd
:,: reykelsi, myrru og gull. :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Háleit orð spyrjast fljótt.
Krjúpa í lotningu kotið og höll.
Konungi alheimsins fagnar þjóð öll.
:,: Guði sé vegsemd og dýrð! :,:
Sigurður Ægisson
HLJÓÐA NÓTT
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hvílir barn vært og rótt.
Betlehemsstjarnan með blikinu, skær,
boðar um jörðina tíðindin kær.
:,: Mikil er himinsins náð.:,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Heimi í sefur drótt.
Víða þó hirðarnir völlunum á
vaka í myrkrinu fé sínu hjá;
:,: beðið er sólar og dags. :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Himnesk skín ljósagnótt.
Engillinn fagur með orðin svo hlý
ávarpar mennina rökkrinu í:
:,: Lausnarinn fæddur nú er! :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hjarðmenn burt fara skjótt.
Blíðasti drengur með blessun og frið
brosir í jötunni gestunum við,
:,: helgandi fjárhúsið lágt. :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hjörtu glöð bærast ótt.
Vitringar, komnir um víðustu lönd,
vegmóðir leggja í frelsarans hönd
:,: reykelsi, myrru og gull. :,:
Hljóða nótt, heilaga nótt.
Háleit orð spyrjast fljótt.
Krjúpa í lotningu kotið og höll.
Konungi alheimsins fagnar þjóð öll.
:,: Guði sé vegsemd og dýrð! :,:
Sigurður Ægisson
Athugasemdir