Gleðilegt sumar!!!
sksiglo.is | Almennt | 24.04.2014 | 00:54 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 528 | Athugasemdir ( )
Þá er sumardagurinn fyrsti runninn upp og
vafalaust fagna margir því að vetur konungur er horfinn á braut.
Samkvæmt Wikipedia er sumardagurinn fyrst einnig
kallaður Yngismeyjardagur og er hann sá fyrsti í Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu.
Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það
gott sumar þannig að núna í nótt sitja líklega margir límdir fyrir framan hitamælinn og fylgjast alveg snarspenntir með því hvort
það frjósi nú ekki alveg örugglega. Líklega er þetta einn af fáum dögum eða nóttum réttara sagt sem menn hreinlega óska
þess að frjósi.
Hægt er að lesa sig betur til með allavega
þjóðtrú í sambandi við sumardaginn fyrsta á Wikipedia sem þú getur nálgast hér.
Siglo.is óskar Siglfirðingum og landsmönnum
öllum gleðilegs sumars.
Athugasemdir