Gnarr fordæmir og Gnarr fagnar fordæmingunni
Í dag berst hver drephlægilega fréttin af annarri úr herbúðum Besta flokksins og er af nægu að taka: Hugmynd um að hætta áfengissölu í vínveitingahúsum, hugmynd Jóns Grarr um að fjölga borgarstjórum í Reykjavík, eins og gert sé í öðrum sambærilegum stórborgum, t.d. London, New York, Tokyo og Sao Paulo, fordæming Gnarrs júniors og félaga í ungliðahreyfingu Besta flokksins á miðaldra félögum Besta flokksins og fögnuður Gnarrs eldra vegna fordæmingar sonarins.
Allt er þetta væntanlega gert í anda gamanseminnar og eingöngu til að skemmta landsmönnum í skammdeginu, en til eru þeir sem hafa engan húmor fyrir þessari vitleysu í stjórnmálum borgarinnar á tímum þar sem alvarleg verkefni bíða úrlausnar, ekki síst fjárlagagerð borgarinnar og uppsagnir starfsmanna í stofnunum hennar.
Ungliðahreyfing Besta flokksins segir að svo sé komið, að gerðir og ályktanir borgarfulltrúa flokksins séu farnar að fæla stuðningsmenn frá flokknum og ekki er nokkur minnsta ástæða til að draga það í efa.
Miklu merkilegra væri, ef nokkur einasti stuðningsmaður fyrirfinnst ennþá í borginni.
Jón Gnarr fagnar fordæmingu | |
Athugasemdir