Góð úrslit í æfingaferð
sksiglo.is | Íþróttir | 16.03.2010 | 07:00 | | Lestrar 493 | Athugasemdir ( )
3. fl. ka. KS/Tindastól/Hvöt gerði góða æfingarferð til Reykjavíkur um síðustu helgi. Leiknir voru tveir leikir, sá fyrri á föstudagskvöldið gegn lærisveinum Sigga Helga í Gróttu og unnu okkar drengir 3-5. Seinni leikurinn var leikinn á laugardeginum gegn Val en honum lauk með sigri okkar manna 0-5. Ljóst er að liðið er að smella betur og betur saman enda búnir að spila 12 æfingaleiki í vetur og fara á eitt mót.
Þetta var frábær ferð í alla staði, spilað var við bestu aðstæður. Drengirnir stóðu sig vel og voru vel studdir af nokkrum áhorfendum en Sigurður Helgason var þar fremstur í flokki í leiknum á móti Val en eins og máltækið segir einu sinni KS-ingur alltaf KS-ingur.
Það eru ekki slæmar aðstæður á Gróttuvellinum.
Mottumaðurinn með KS-hjartað, meistari Sigurður Helgason.
Góð upphitun er gulli betri.
Ekki voru aðstæðurnar slæmar heldur á Valsvellinum.
Góðum sigri verður að fagna vel.
Athugasemdir