Góður árangur hjá krökkunum úr Fjallabyggð

Góður árangur hjá krökkunum úr Fjallabyggð Nemendurnir úr Grunnskóla Fjallabyggðar stóðu sig vel í stóru upplestrarkeppninni sem fram fór á Dalvík

Fréttir

Góður árangur hjá krökkunum úr Fjallabyggð

Stolltar með verðlaunin
Stolltar með verðlaunin

Nemendurnir úr Grunnskóla Fjallabyggðar stóðu sig vel í stóru upplestrarkeppninni sem fram fór á Dalvík síðastliðinn miðvikudag. Þær Rut Jónsdóttir og Anna día Baldvinsdóttir náðu öðru og þriðja sæti.

Miðvikudaginn 19. mars fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Bergi á Dalvík. Fjórir keppendur úr 7. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar tóku þátt og stóðu sig með miklum sóma. Rut Jónsdóttir lenti í 2. sæti og Anna Día Baldvinsdóttir lenti í 3. sæti. Guðmundur Ingi Jónatansson kennari sá um að undirbúa keppendur fyrir keppnina. Nemendur 7. bekkjar fóru með á Dalvík til að fylgjast með og styðja bekkjarfélaga sína. Frábær árangur hjá okkar nemendum.

Mynd fengin af grunnskoli.fjallabyggd.is


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst