Góður grunnur að öflugri ferðaþjónustu!
Frumkvöðlamennska Siglfirðinga gegnum tíðina hefur byggt grunn að samfélagi sem er vel komið á leið með að vera tilbúið til að verða öflugt á sviði ferðaþjónustu.
Duglegir og framtakssamir íbúar Siglufjarðar eiga heiður af því að samfélagið getur innan nokkurra ára skipað sér sess meðal öflugra ferðamannabæja á Íslandi. Á Sigló hafa risið fjöldi safna, listamanna, gallería, veitingastaða, gistihúsa og annarra þjónustuaðila sem mynda hluta þeirra innviða sem öflugt ferðaþjónustusamfélag þarf að hafa.
Frá því að Héðinsfjarðargöng opnuðu hafa ferðaþjónustuaðilar allstaðar af á landinu opnað augu sín fyrir Siglufirði og tekið eftir því gríðarlega öfluga samfélagi sem þar hefur risið á grunni menningar, sögu og listar en hér að neðan má sjá kynningu sem sýnir það mikla úrval sem siglufjörður hefur uppá að bjóða.
Athugasemdir