Góður skíðadagur í Skarðsdal
sksiglo.is | Almennt | 21.01.2015 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 371 | Athugasemdir ( )
Sunnundaginn 18. janúar var mikið um að vera á skíðasvæðinu
í Skarðsdal.
Egill og fjélagar voru búnir að útbúa leikjabraut, bobb-braut,
hólabraut, leikvöll og þotu og sleðabaut á svæðinu. Margt var um manninn og veðrið skemmdi ekki fyrir en það var logn, kalt og ljómandi
gott færi.
Ég skutlaði henni Ólöfu minni upp í Skarð og lofaði henni að
renna sér nokkrar ferðir með eldri dóttur okkar. Ég beið hins vegar með yngri dóttur okkar í og við veitinga- og lyftuskúrinn hjá
Agli þar sem við spjölluðum örstutt við þá sem voru að fara í lyftuna og skelltum okkur svo inn í kakó, Kit-Kat og samloku. Nú
þar sem Egill bauð öllum upp á kakó og Kit-Kat í tilefni "World-snow-day" sem var einmitt þennan ágæta sunnudag fannst okkur yngri dóttur
okkar Ólafar minnar alveg tilvalið að fá okkur bara 2 samlokur fyrst kakóið og desertinn var frír.
Eftir þessar dásemdar kakó-Kit-Kat uppákomu og samlokurnar 2
kíkkuðum við aftur út og smelltum nokkrum myndum af björgunarsveitamönnum í Fjallabyggð á snjóflóðaæfingu.
Semsagt dásamlegur dagur í Skarðinu og líklega líka hjá þeim
sem voru að renna sér á skíðum.
Hér koma svo nokkrar myndir sem við tókum í
kakó-Kit-Kat-skíðaferðinni.























Athugasemdir