Góður dagur til tunglmyndatöku

Góður dagur til tunglmyndatöku Ég beið nokkuð spenntur að komast yfir myndir sem teknar voru í dag úr gervitunglum.  Bæði var að landið er því sem næst

Fréttir

Góður dagur til tunglmyndatöku

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Ég beið nokkuð spenntur að komast yfir myndir sem teknar voru í dag úr gervitunglum.  Bæði var að landið er því sem næst allt hulið snjó og líka var heiðríkja og von til þess að allt landið væri myndahæft.  Það kom líka á daginn og eins og svo oft áður sendi Ingibjörg Jónsdóttir mér góða mynd sem hún hefur rétt af og stækkað.  Að þessu sinni er um ljósmynd að ræða úr einu af NOAA tunglunum sem fara pólbraut um jörðu sem tekin var í dag, 2. feb 2009 kl. 12:58.  Sporbraut NOAA tunglanna er í um 860 km hæð.  Fékk einmitt fyrirspurn við myndina frá því á laugardag um fjarlægð linsunnar frá jörðu.  Ljósmyndir sem teknar eru um hádegisbil þegar sól er lágt á lofti sýna langa skugga frá  hærri fjöllum og gefa þeir myndinni mjög svo aukna dýpt.  Á dögum sem þessum er landið hreint ekkert annað en glæsilegt listaverk.
 

Island02022009

 

 

Island02022009_SV Á neðri myndinni hef ég klippt út suðvestanvert landið.  Það sem er þar athyglisvert að vel sést að Þingvallavatn er greinilega að leggja.  Ísinn á vatninu sést, á meðan dekkri vakir eru enn austan- og suðaustantil. Það má þó ver að ský yfir Henglinum og Nesjavöllum rugli aðeins grátóna myndarinnar, en hitamynd í sömu upplausn gæfi skarpari drætti hvað varðar ísinn. Á laugardag var Þingvallavatn hins vegar klárlega alveg íslaust séð úr sömu hæð utan úr geimnum.  Sjálfur hef ég sérstakan áhuga á ísafari Þingvallavatns um þessar mundir enda unnið að dálítilli athugun á Þingvallaísum og varmahag vatnsins, sem kostuð er af orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar.

Hitamælingar á Þingvöllum við þjónustumiðstöðina sýna glögglega að við vatnið var froststilla í nótt og morgun, allt að -16°C um skeið.  Reynslan segir að sé vatnið orðið nægjanlega kalt í heild sinni leggur það á skömmum tíma við þær veðuraðstæður sem nú eru.  Oft gerist það snemma í janúar, sjaldan mikið fyrr, en stundum ekki fyrr en í febrúar líkt og nú.


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst