Góður sigur KS/Leifturs á Hetti

Góður sigur KS/Leifturs á Hetti Leikmenn KS/Leifturs tóku á móti Hetti frá Egilsstöðum í hörkuleik á Ólafsfirði.

Fréttir

Góður sigur KS/Leifturs á Hetti

Leikmenn KS/Leifturs tóku á móti Hetti frá Egilsstöðum í hörkuleik á Ólafsfirði.

Meistaraflokkur karla unnu góðan og öruggan sigur á Hetti í 2. deild karla, lokatölur 4-2. Heimamenn byrjuðu með miklum krafti og skoruðu fyrsta mark leiksins á 10. mínútu, þar var að verki Bjössi sem komst einn í gegnum vörn Hattar og skoraði af miklu öryggi. Á 14. mínútu kom fallegasta mark leiksins, eftir laglegt spil upp vinstri kanntinn gaf Aron Ingi góðan bolta fyrir markið og þar kom Gabríel og skallaði boltann framhjá markmanni Hattar. Staðan orðin 2-0. 

Heimamenn slökuðu aðeins á eftir að þeir komust í 2-0 og Hattar-menn ógnuðu með löngum innköstum og hornum. Það var eftir eitt hornið sem að Höttur skoraði sitt fyrsta mark, vörn heimamanna svaf á verðinum og Jörgen Sveinn tók frákast eftir að Nezir hafði varið og sett boltann í netið. Við markið fóru heimamenn aftur í gang og fimm mínútum seinna skoraði Gabríel öðru sinni eftir að hafa komist í gegnum vörn Hattar, Gabríel kláraði færið vel. Aftur slökuðu heimamenn á og gáfu aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir leikhlé, Stefán Hattar-maður þrumaði knettinum í netið úr aukaspyrnunni og Höttur þar með aftur komnir inní leikinn. Hálfleikstölur 3-2.

Seinni hálfleikur fór rólega af stað og lítið var um mrktækifæri. Heimamenn spiluðu af varkárni og voru skynsamir.  Á 65. mínútu skoraði Doddi gott skallamark og heimamenn komnir með vænlega stöðu. Hattarmenn virtust gefast upp við að lenda tveim mörkum undir og ógnuðu aldrei marki heimamanna af neinu viti.  KS/Leiftur voru líklegri til að bæta við mörkum og fengu nokkur ágætisfæri til þess.  En leiknum lauk með sanngjörnum 4-2 sigri heimamanna.

Sigur KS/Leifturs var sigur liðsheildarinnar, allir voru að leggja sig fram og gaman að sjá baráttugleði leikmanna. Eftir slysalegt tap gegn Hamri síðustu helgi voru heimamenn staðráðnir að innbyrða þrjú stig gegn Hetti. Nokkrir leikmenn voru fjarverandi vegna meiðsla og leikbanna en það sannaðist  að maður kemur í manns stað og liðið á hrós skilið fyrir frammistöðu sína.

Næsti leikur KS/Leiftur er á Ólafsfirði á laugardaginn við Víði, leikurinn hefst klukkan 14:00. Nú er um að gera að mæta á völlinn og sjá strákanna okkar spila og hvetja þá til sigurs. Liðið er ungt að árum og leikir þeirra skemmtilegir, mikið af mörkum og spennandi leikir.

Fréttin er tekin af heimasíðu KS.


Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst