Golfkennsla að Hóli - leiðbeinandinn Theodór
Vikuna 13-18 júlí verður golfkennsla að Hóli í boði Rauðku ehf., allir velkomnir.
Í samvinnu við GKS hefur Rauðka fengið leiðbeinandann Theodór Sölva Blöndal á svæðið en þrátt fyrir ungan aldur á hann glæsilegan feril.
Theodór (Teddi) hefur 3 í forgjöf og eru helstu afrek hans á golfvellinum að lenda í 3sæti í landsmóti unglinga í höggleik árin 2006 og 2007, 3 sæti í Íslandsmóti karla í holukeppni árið 2007, Íslandsmeistari í Sveitakeppni Unglinga 2009, 4-5sæti í Stigamóti karla á Kaupþingsmótaröð árið 2008, Var í unglingalandsliðshópi Íslands á árunum 2006-2009.
Teddi hefur starfað undir handleiðslu margra reyndustu golfkennara landsins og hefur þannig sankað að sér þekkingu um hvernig skuli kenna golfíþróttina hjá þessum aðilum.
Rauðka og GKS hvetja alla til að mæta að Hóli og fá golfkennslu frá Tedda
Áhugasamir geta haft samband við Oddbjörn í síma 862-6386 eða Tedda í síma 662-8892
Athugasemdir