Gospelkór Fjallabyggðar ásamt Gospeltónum héldu tónleika í Siglufjarðarkirkju

Gospelkór Fjallabyggðar ásamt Gospeltónum héldu tónleika í Siglufjarðarkirkju Gospelkór Fjallabyggðar hélt tónleika í Siglufjarðarkirkju Gospelkór

Fréttir

Gospelkór Fjallabyggðar ásamt Gospeltónum héldu tónleika í Siglufjarðarkirkju

Gospelkór Fjallabyggðar hélt tónleika í Siglufjarðarkirkju

 
Gospelkór Fjallabyggðar ásamt Gospeltónum héldu tónleika í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 26. apríl og í Bergi á Dalvík sunnudaginn 27. apríl eftir vel heppnað námskeið sem þau Fanný K. Tryggvadóttir, Hrönn Svansdóttir og Óskar Einarsson héldu fyrir tónleikana. Rúmlega 80 manns mættu í kirkjuna til að hlusta á þessi flottu lög.
 
Það vantaði ekki sönggleðina hjá Gospelsöngvurunum og sumir gestir sem mættu á tónleikana dilluðu sér og sungu með.
 
Þau Fanný, Hrönn og Óskar hafa áður verið með Gospelnámskeið á Sigló og hefur það verið vel sótt eins og námskeiðið sem nú var haldið.
 
Reyndar fannst mér vanta örlítið upp á karlpeninginn í kórinn en þeir karlmenn sem sungu með kórnum stóðu sig með þvílíkum sóma að annað eins hefur líklega sjaldan sést á Sigló.
 
Ég var löglega afsakaður með að mæta á námskeiðið því söng mínum hefur verið líkt við sambland af því að særður rostungur sé að öskra og að verið sé að rispa krítartöflu með nöglunum. Það er nákvæmlega ekkert öðruvísi og líklega bara alls ekki skemmtilegt að hlusta á þá blöndu.
 
Allavega voru þetta skemmtilegir tónleikar og ég á alveg örugglega eftir að skella mér aftur á tónleika næst þegar Gospelkór Fjallabyggðar tekur upp á því að halda tónleika. 
 
gospel
 
gospel
 
gospelAgnar Þór Sveinsson var að sjálfsögðu mættur og var eitthvað að tala um það að hann myndi nú líklega mæta á næsta námskeið.

Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst