Gospelnámskeið
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 17.02.2010 | 12:00 | | Lestrar 435 | Athugasemdir ( )
Gospelnámskeið verður haldið í annað sinn hér á Sigló, helgina 23. – 25. apríl næstkomandi, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið verður með svipuðu sniði og síðast, þ.e. æfingar föstudagskvöld, laugardag og sunnudagsmorgunn, endað með gospeltónleikum í kirkjunni á sunnudeginum.
Námskeiðið er opið öllum sem hafa áhuga, söngreynsla í kór er kostur, en er ekki skilyrði.
Þeir sem vilja vera með geta skráð sig með því að hafa samband við Önnu Höllu í síma 587-1456, 864-3179 eða sent email á ahb4089@gmail.com.
Til að skráning sé gild þarf að greiða staðfestingargjald kr. 4.000. Allra síðasti skráningardagur er 15. mars.

Athugasemdir