Grænfánanum flaggað í Grunnskóla Fjallabyggðar

Grænfánanum flaggað í Grunnskóla Fjallabyggðar Í gærdag dró Grunnskóli Fjallabyggðar „græna fánann“ að húni í annað sinn, neðra húsið flaggaði sínum

Fréttir

Grænfánanum flaggað í Grunnskóla Fjallabyggðar

Græni fáninn. Ljósmynd fengin á; http://landvernd.is/
Græni fáninn. Ljósmynd fengin á; http://landvernd.is/
Í gærdag dró Grunnskóli Fjallabyggðar „græna fánann“ að húni í annað sinn, neðra húsið flaggaði sínum klukkan 11:15 og það efra klukkan 12:30 en eins og fram kom á Sigló.is í gær þá er „græni fáninn“ liður í alþjóðlegu verkefni þar sem áhersla er lögð á umhverfismennt og að styrkja umhverfisstefnu.




Skólar fá græna fánann meðal annars með því að bæta ytra og innra umhverfi sitt, bæta þekkingu og umherfismeðvitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans  og með því að veita nemendum þekkingu og kunnáttu um aðgerðir sem gera þá hæfari til að takast á við umhverfismál.

Græni fáni skólanna staðfestir því að Grunnskóli Fjallabyggðar hefur styrka umhverfisstefnu sem bæjarbúar geta státað sig af. Skólinn var skráður í átaksverkefnið í janúar 2005 og fékk alþjóðlegu viðurkenninguna „Grænfána“ fyrst vorið 2008 og svo aftur nú í lok árs 2010. Alls eru yfir 170 skólar í Íslandi sem taka þátt í átakinu „skóli á grænni grein“ en rétt yfir 100 þeirra hafa fengið alþjólegu viðurkenninguna.


Tengdar fréttir:
Skólar á grænni grein

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst